mánudagur, 29. maí 2006

Talandi um myndir, nú finn ég hvergi snúruna sem ég þarf til að dánlóda myndum úr digivélinni (sem er biluð) og í tölvuna! Það bara virkar ekkert.
Ég sé á blogginum hennar mömmu að hún er svona smellfín, nýkomin úr nostalgíuklippingu, er eins og ekkert hafi breyst síðan hún var fimmtán. Gott mál ef maður er sáttur við fortíðina. Sjálf verð ég að segja að fortíðardraugar eru að angra mig. Ég fór nefnilega líka í klippingu um helgina. Sagði dömu að ég vildi hafa "hreyfingu" í hárinu, halda lengd en hafa svona meira "movement all round". Hún hófst handa og ég verða að segja að skelfingin greip mig æ sterkari tökum meðan ég gat ekki nema hjálparlaus fylgst með henni í speglinum. Og lo, and behold! Hver starir tilbaka á mig þegar skælbrosandi hársnyrtinn er lokin meistarastykkinu? Jú, minn gamli ven Eiki Hauks! Ég hélt að við værum skild skiptum en það er nú ekki svo. Ég er eins og ég var í 6. bekk í grunnskóla. Það er óþarfi að taka fram að ég læt ekki mynd fylgja. Góðar stundir.

þriðjudagur, 16. maí 2006

Já, gleðifréttir miklar berast að sunnan, frænka og hennar slekti á leið til Madchester í frekara nám. Þvilík lukka að fá að hafa þau svona nálægt, við ætlum að sjá til þess að þau falli alveg fyrir öllu bresku og setjist hér að. Gefa þeim crumpets með smjöri og setja edik á frönskurnar þeirra, tala stanslaust um veðrið og og gefa þeim te að drekka í lítravís. Ætli að við verðum ekki svona eins og sveitavargurinn sem kemur í heimsókn í stórborgina, þau þurfa að útskýra vandræðaleg fyrir Mancunias að við séum (hvíslað) frá Veils! Já, Wrexham er víst ekki háborg mennta og menningar, við erum stolt af því að tilkynna að við vorum kosin önnur "roughest" borgin í Bretlandi. Geri aðrir betur!

Enn sól og blíða, og allir í stuði. Lukkan yfir mér alltaf hreint.

mánudagur, 8. maí 2006

og ég gleymdi aðaðlatriðinu, að ári liðnu vil ég vera orðin garðyrkjukona, huga að garðinum mínum og hafa skepað þar reit fyrir mig og mína til að leika og slappa af í.
1. Eftir ár myndi ég vilja vera 80 kíló.
2. Eftir ár myndi ég vilja vera tilbúin til að byrja á D.O. námi eftir mikla stærðfræðiyfirhalningu.
3. Eftir ár myndi ég vilja sjá arkitekt teikna viðbyggingu á húsið mitt.
4. Eftir ár myndi ég vilja vera orðin manager.
5. Eftir ár myndi ég vilja að ég og Dave værum ekki alveg svona heimakær og meira tilbúin í að prófa nýja hluti.

föstudagur, 5. maí 2006

Jæja, ætli ma´r verði ekki að segja eitthvað.

Ég keypti bókina "The no diet diet" rituð af ægilegum sálfræðingum sem hafa rannsakað og (réttilega) komist að því að megrunarkúrar virka ekki. Ég hefðu nú getað sagt þeim það. Manneskjan er prógrömmuð til að borða og að neita sér um eitthvað í lengri tíma gengur aldrei upp. Þeir tóku sem dæmi meðaltal af þeim sem höfðu prófað atkins kúrinn og 98% höfðu að ári bætt á sig 4.5 kílóum. Hvað um það. No diet diet kemru mat ekki neitt við heldur er verið að skoðað það atferli sem fær mann til að borða vitlaust og svo með nokkrum verkefnum getur maður reynt að breyta hegðunarferli sínu. Ég ætla að prófa, sjáum hvað setur.

Sonur minn sem skítur enn á sig og kann ekki að tala, kviekir á tölvunni, loggar inn á netið og nær í Bob the Builder síðuna og spilar tölvuleiki, allt án minnar hjálpar. Ég get ekki annað en horft með undrun og hryllingi hvað hann er klár. Það skýrir sem sé afhverju ég er oft sýnileg á msn en svara engu, hann leyfir mér ekki að nota lyklaborðið. Og ég fæ engann botní þetta skæp, tölvan mín aftengist netinu ef ég reyni að nota það. Bömmer.

Mikið var þetta nú annars fínn dagur. 25 stiga hiti og ég í fríi eftir hádegi. Ég fór og keypti nokkrar stuttbuxur á Lúkas og bol á mig. Ég er alltaf að verða ánægðari með að búa hérna (kemst reyndar sjálfsagt alrei yfir hvað ég sakan m+p mikið), ég er farin að segja breska brandara, og á sjálfsagt stutt í að setja edik á frönskurnar mínar. ég held að þetta séu góðar fréttir.

Annars þá komum við Púki heim í október í eina viku 9-16 okt. þannig að þið megi byrja ða plana partýið núna.