fimmtudagur, 8. nóvember 2012

Heilbrigð skynsemi

Hvernig væri að skoða tjékklistann núna til að taka púlsinn og tjékk´ á stöðunni?

Sjálfskoðun er ekki bara mikilvæg, hún er lífsnauðsynleg. Skyn samlegt er að rannsaka sjálfið til að komast að því hversvegna maður er að gera það sem maður er að gera. Er það fyrir heilsuna, fyrir útlitið, fyrir eitthvað annað, fyrir einhvern annan? Best er að skrifa markmiðið niður og setja það þar sem það er auðsjáanlegt.

Sumar vikur eru betri en aðrar og það er forkastanlegt að ætlast til þess að þetta komi allt bara af sjálfu sér. Það tók tíma að éta þetta á sig; það tekur tíma að ná þessu af sér. Og það er ekki sjálfgefið að maður finni taktinn og gleðina bara rétt sí sonna. Það er nauðsynlegt að vera forvitinn og tilbúin að prófa nýja hluti til að höggva ekki stanslaust í sama knérunn. Prófa nýjan rétt, nýja matartegund og nýja hreyfingu eins oft og hægt er.

Það er voðalega sniðugt að vera ábyrgur fyrir gjörðum sínum. Skrifa markmiðin niður þar sem maður sér þau og þar sem aðrir sjá þau líka. Einnig er sniðugt að setja niður á blað það sem maður borðar yfir daginn til að sjá svart á hvítu hvað maður er að gera. Getur maður staðið reikningskil í lok dags?

Raunsæi er æskilegt í alla staði. Ef sett eru raunsæ markmið er mun auðveldara að halda sér við efnið. Að keyra sig út á æfingum eða svelta sig er einungis til þess fallið að fella mann. Smáar breytingar og staðfesta er svarið alla leið. Það sem þetta snýst um er að gera sér grein fyrir að breytingar fela oftast í sér afturför og að þegar syrtir í álinn er enn mikilvægara að halda áfram að trukka.

Sko! Ekkert mál.

3 ummæli:

Hanna sagði...

Eg segi "b", fyrst tu segir "a" ;)

Guðrún sagði...

Alltaf sami pælingarmeistarinn!! Svaka er hún flott síðan þín! Eitthvað svo nútímaleg. Ég hef ekki getað "kommentað" á þig lengi vegna einhverra vandkvæða en nú er spennandi að sjá gerist!

murta sagði...

Já, ég er að vona að þetta sé auðveldara viðureignar!