miðvikudagur, 7. janúar 2004

Geðveikin tók algerlega yfir í gær. Ég var búin að ákveða að hætta að borða súkkulaði frá og með 1. jan en á mánudagskvöldið byrjuðu frákhvarfseinkennin og ég hélt að ég myndi bara brjálast. Ég ákvað að lokum með sjálfri mér að ég skildi sko fara í búðina á þriðjudaginn og kaupa nammi. Og það hentaði vel því Dave var að vinna og ég gat því falið átið fyrir honum. Ég rauk út í búð um leið og ég var búin að klæða Láka og keypti lúxux kex pakka. Súkkulaðihúðað kex. Og borðaði þangað til að mér varð illt. Ég setti svo afganginn af kexinu í sokkaskúffuna mína til að a) Dave sæji ekki að ég hefði keypt það b) hann sæji ekki hvað ég hafði borðað mikið af því í einu c) ég gæti þá laumast í það þegar ég vildi. Pakkinn liggur núna í skúffunni og kallar á mig. Samviskubitið og vanlíðanin alger en samt langar mig að finna ástæðu til að fara upp og komast upp með að stinga upp í mig bita án þess að Dave taki eftir. Er þetta sjúkleiki sem einhver kannast við?

Ég er búin að vera í megrun síðan ég var 11 ára gömul. Það virkar ekki. Mér er alveg sama hvort ég sé feit eða mjó, mér finnst ég hvort eð er vera svakalega sæt, en ég er búin að fá nóg af geðveikinni. Ég vil læknast af henni. Ég vil ekki hugsa stanslaust um það hvenær ég fæ næst nammi, hvenær ég get búið til ástæðu fyrir átinu, hvernig ég get falið það. Ég vil ekki lifa með þessu stanslausa samviskubiti yfir átinu. Ég vil ekki vera svona stjórnlaus.

Engin ummæli: