föstudagur, 22. september 2006

Loksins, loksins er lokið (fingers crossed) þessu veseni með rakann í veggjunum hjá okkur. Endapunktur vonandi kominn á málið og ekkert eftir nema að mála upp á nýtt. Ekki uppáhaldsiðjan mín, ég er ekki nógu mikill fullkomnunarsinni til að hafa þolinmæði en ég er ákveðin í að hafa allt skínandi hvítt fyrir jól, þannig að það er bara að drífa síg í málið.

Fékk flugmiðana senda í dag, rétt rúmar tvær vikur í heimkomu!

fimmtudagur, 21. september 2006

Ég ætla nú að taka örlög mín í mínar hendur, ég neita að vera fórnarlamb lengur, fórnarlamb bankakerfisins. Er á fullu að leita að besta dílnum, og ég sé ekki betur en að með smá tilfæringum, geti ég greitt niður húsið á 10 árum og 10 mánuðum, frekar en 25 árum. Gott það! Oneaccount.co.uk mortgage shrinker. Berið saman við íslensk húsbréf. Hvernig lítur það út?

miðvikudagur, 20. september 2006

Já, þetta var á þriðjudaginn, á laugardaginn töpuðu þeir svo fimm tvö fyrir Stockport, og í gærkvöldi þrjú eitt fyrir Birmingham. Eiginmaður minn er sumsé núna hættur að fylgjast með fótbolta. Hann þolir ekki meira svona.

Við Lúkas skelltum okkur í lest á sunnudginn og heimsóttum Hörpu, Arnar og Katrínu í Manchester. Mér líst svona ljómandi vel á borgina og húsið og hverfið þeirra skötuhjúa bara með ágætum. Ég á eftir að fá að koma aftur í heimsókn og versla smávegis, þeir eru nebblilega með Habitat í Manchester...Ég keypti reyndar ef ég man rétt, barstólana mína í Manchester. Og sendi heim með pósti. Kemur Líki púki. Leiter!
Já, þetta var á þriðjudaginn, á laugardaginn töpuðu þeir svo fimm tvö fyrir Stockport, og í gærkvöldi þrjú eitt fyrir Birmingham. Eiginmaður minn er sumsé núna hættur að fylgjast með fótbolta. Hann þolir ekki meira svona.

Við Lúkas skelltum okkur í lest á sunnudginn og heimsóttum Hörpu, Arnar og Katrínu í Manchester. Mér líst svona ljómandi vel á borgina og húsið og hverfið þeirra skötuhjúa bara með ágætum. Ég á eftir að fá að koma aftur í heimsókn og versla smávegis, þeir eru nebblilega með Habitat í Manchester...Ég keypti reyndar ef ég man rétt, barstólana mína í Manchester. Og sendi heim með pósti. Kemur Líki púki. Leiter!

miðvikudagur, 13. september 2006

Eiginmaður minn situr í þessum skrifuðum orðum í sófanum og bítur í hnúana á meðan sölt tárin renna niður bústnar kinnar hans. Angistin er ólýsanleg, sorgin og eymdin nánast áfinnanleg. Og hvað er að gerast? Jú, Wrexham FC er að tapa 5-0, FIMM NÚLL, fyrir Accrington Stanley. (Accrington Stanley, who are they? Exactly!)

þriðjudagur, 12. september 2006

Ég fylgist líka spennt með Magna hérna í sjónvarpinu, reyndar eitthvað endursýnt, á mánudagskvöldum. Hér kemur alltaf "voting lines are now closed" þannig að ég þarf að finna eitthvað út úr því svo ég geti kosið kappann. Mér finnst hann langbestur þó ég sé reyndar hrifin af Dilönu líka. Get samt ekki alveg sett saman Á móti sól og Mötley Crue...