föstudagur, 27. febrúar 2004

Við Lúkas Þorlákur fórum í sundtíma í dag og skemmtum okkur ekki vel. Nei, þetta var alveg hræðilegt. Svo hræðilegt að ég neyddist til að fara og kaupa standlampa í stofuna til að hressa mig við. Láki fékk extra skammt af mömmudjúsi til að hressa sig við. Ég er svo mikið frík að ég fer í sturtu áður en ég syndi, og uppskar þannig augngot og Shirley sagði:"Hvað ertu eiginlega að gera?", svo fórum við í vitlausa laug fyrst of vorum rekin upp úr. Þegar við fórum svo loksins í réttu laugina þá var hún svo köld að við skulfum bæði og endaði með því að Lúkas byrjaði að gráta. Og gráta. Og gráta. Og svo grét hann aðeins meir. Buslið var allt byggt á að hoppa um í vatninu og syngja lög. Sem ég náttúrulega kann ekki textann við. Ég gafst upp eftir korter og við fórum í heita pottinn þar sem Lúkas róaðist niður og við gátum farið upp úr. Ég ætla nú samt að fara aftur næsta föstudag, og vonandi gengur betur þá. Ég var líka smá svekkt af því að ég hélt að við mömmurnar ætluðum að fá okkur kaffibolla á eftir en þær voru búnar að plana annað þegar ég sagði:"hver er með í kaffi?" Þannig að mér leið eins og þegar maður reynir við einhvern sem segir "ekki í kvöld, en takk samt." (Og ég sem var loksins að gleyma því helvíti og þá kemur það allt aftur!) Ég er allavega búin að gefast upp á að eignast vini í gegnum Lúkas, það er ekki að virka.

Ég er hinsvegar enn á fullu að sækja um vinnur og er vongóð um að þannig komist ég betur inn í samfélagið. Hvernig líst ykkur á mig sem veðmangara?

fimmtudagur, 26. febrúar 2004

Það er engu skárra að búa hér í veils en á Íslandi, veðrið er alveg jafnótútreiknakegt. Éftir sólskin og blíðu núna í nokkra daga byrjaði að snjóa í nótt og snjóar enn. Og ég sem hélt að vorið væri komið!

miðvikudagur, 25. febrúar 2004

Á mánudaginn héldum við Bolludag helgan eins og vera ber, ég bakaði vatnsdeigbollur og bæði Veilsverjar og Íslendingar gerðu þeim góð skil. Í gær var ekkert saltkjöt að fá en það vandamál leystist því hér í Veils er sprengidagur haldinn hátíðlegur með pönnukökum. Pancake-tuesday. Þrátt fyrir að vera með saltkjötsfráhvarfseinkenni fannst mér þetta fínt því við verðum jú að gera báðum löndum jafn hátt undir höfði. Ég bauð því einasta eina að baka handa honum pönnukökur og spurði hvort ég ætti að gera svona "ammrískar pönnukökur". Fínt segir hann og ég impróvísera því aðeins, nota vöffludeigsuppskrift til að baka lummur og skíri þær svo pönnukökur. Þetta borðar Dave með sykri og sítrónusafa (!) og bestu lyst. Þegar allar lummurnar voru horfnar segir hann:"Þetta var nú voða gott en í Veils eru pönnukökur reyndar örþunnar og upprúllaðar með sykri." Þetta sagði hann ekki fyrr en eftir á! 'Eg sagði að svoleiðis væru reyndar íslenskar pönnukökur en að ég hefði búið til ammrískar lummur vegna þess að ég ætti ekki íslenska pönnukökupönnu og að pönnukökur væri ekki hægt að elda á neinu öðru. Hann hélt því þá fram að mamma sín ætti ekki íslenska pönnukökupönnu en að henni hafi alltaf tekist að baka pönnukökur. Mig vantar því að fá senda pönnukökuuppskrift "pronto" svo ég geti athugað hvort pönnukökupönnunni sé ofaukið. Er verið að rústa hérna hluta af menningu þjóðar? Og mig sem dauðlangaði í pönnukökupönnu. Hver er sannleikurinn?

föstudagur, 20. febrúar 2004

Allt á fúllsving hérna megin, er að fara yfir lista yfir barnapössun í nágrenninu og komin með 6 mismunandi vinnur sem ég er að skoða. Ég hugsa að ég sendi CV í þær allar og sjái hvað gerist. Ég uppfyllti öll niðurskrifuð markmið dagsins og líður svona vel við það. Ótrúlegt alveg hreint hvað það er gott að standa við það sem maður setur sér. Ég keypti nú samt lottó miða í dag. Bara svona að gamni. Það væri nú ekki amalegt að vinna lottóið hér, 15 milljón pund eða einhverjar 200 millur íslenskar. 'Eg er búinn að eyða hverri einustu krónu nú þegar og fór létt með það.

fimmtudagur, 19. febrúar 2004

Ég er nokkrar undanfarnar vikur búin að vera að koma sjálfri mér í andateppu yfir því að finna vinnu. Ég er, svo ég orði það réttilega, búin að vera við það að kúka á mig af hræðslu út af vinnuleitinni. Ég er hrædd við að fara frá Lúkasi, ég er hrædd við að finna ekki vinnu, ég er hrædd við að finna vinnu... endalaust alveg hreint. Ég sá því út að þetta gengi ekki lengur. Ég settist niður í dag og bætti við CV-ið mitt, og setti mér svo 6 skýr markmið sem ég verð að fylgja næstu vikurnar og sjá hvað kemur út úr því. Og mikil ósköp, bara við það að skrifa markmiðin niður líður mér betur og ég finn hræðsluna, kannski ekki hverfa, en minnka heilmikið.

miðvikudagur, 18. febrúar 2004

Það fattaðist áðan að á heimilinu eru einungis til fimm stórir matardiskar og fjórir hnífar og það gengur ekki upp þegar von er á gestum. Við skelltum okkur því áðan í verslunarleiðangur í Matalan sem er ódýr markaður með föt og búsáhöld. Ég var alveg hissa því í ofanálag að vera hræódýrt þá var allt svo sætt og smart og ég átti í fullu fangi við að hella mér ekki bara út í að kaupa og kaupa. Við fundum diska og hnífapör og nú þegar heim er komið klæjar mig aldrei sem fyrr eftir eigin húsi. Ég er alltaf að skoða og spá og spekúlera og nú er ég alveg veik í hús. Hús sem ég get rifið sundur og saman eftir eigin höfði og málað og skreytt eins og mér sýnist. Mikil ósköp sem það verður nú gaman. Þeir feðgar eru ekki alveg jafn hressir og ég, sofna bara í miðjum æsingnum. ´Ég er enn spennt fyrir Jones-Street vegna þess að öllu gríni slepptu þá virkar húsið alveg smellpasslegt fyrir okkur, í réttum verðflokki og alveg frábærlega staðsett.

þriðjudagur, 17. febrúar 2004

Það var svona líka svaka gaman á tónleikunum með Fish og það kom mér skemmtilega á óvart hvað mér fannst mikið varið í lögin. Kallin er sköllóttur, feitur og luralegur en það lekur af honum karisma og maður gat ekki annað er hrifist með. Dave var hoppandi um af gleði og það var náttúrulega voða gaman að sjá hann svona kátann. Best var að finna það að ég gat farið frá Lúkasi án þess að fríka út af áhyggjum og að honum leið bara vel með tengdó. Allavega ef það var eitthvað vesen þá sagði hún ekki frá því. Ég fann nú samt vel fyrir því að hafa farið út á mánudeginum. Við vorum bæði sma rykug og fengum okkur lúr með Lúkasi. Svona er maður nú orðinn gamall og lúinn.

Ég fór svo í gær með stelpunum úr nuddinu og við skráðum börnin, Lúkas, Joshua og Kieran, á sundnámskeið. Ég hlakka voðalega til þess. Það er á föstudögum klukkan hálf tvö og við ákváðum að reyna að hittast alltaf fyrir sund og fá okkur hádegismat saman. Það gæti verið skemmtileg föstudagshefð.

Í dag er ég svo búin að vera döpur og leið og kann engar skýringar þar á. Voðalega sem mér leiðast þessir dagar, en maður þarf örugglega stundum að vera dapur til að vera kátur alla hina dagana. Annars væri lífið bara "flatline" eins og Ásta hughreysti mig með núna áðan, og það er ekki mikið varið í það.

sunnudagur, 15. febrúar 2004

Í kvöld erum við svo að fara á tónleika. Tengdó ætlar að passa og ég verð að segja að þrátt fyrir að tónlistarmaðurinn sé ekki mitt fyrsta val þá bara get ég ekki beðið eftir að komast út. Fá mér einn bjór, sjá fullt af fólki, fá smá pásu frá Lúkasi. Dave getur ekki beðið vegna þess að þetta er uppáhaldið hans. Fish heitir hann og var vinsæll með hljómsveitinni Marillion um miðjan 8. áratuginn. Þeirra helsti smellur, kayleigh, er reyndar eitt af mínum uppáhaldslögum en þrátt fyrir að hlusta mikið á þá í gegnum einasta eina þá er ég ekki sannfærð. En Dave ekkert smá lukkulegur. Fish að spila í Wrexham. Eitthvað yrði ég nú kát ef Morrissey myndi halda tónleika hér. Það hefði ég nú haldið.

laugardagur, 14. febrúar 2004

Dagurinn í dag hófst með miklum ágætum þegar heittelskaði laumaði að mér ástarbréfi og súkkulaðiboxi enda valentínusardagur hér og allir elskendur ættu að fagna honum. Ég var nú bara hissa enda búinn að segja við hann að ég væri nú ekki vön að halda upp á þennan dag, hann væri ekki rauður í íslensku dagatali svo hann þyrfti ekkert að gera mín vegna. Ég var nú sjálf búin að búa til ahnda honum kort með ljóði svona af því að hann er jú vanur að fá eitthvað á þessum degi. En gaman að þessu engu að síður þó ég sjái nú enn enga ástæðu til að "go overboard". Við héldum svo eftir hádegi til Chester þar sem við hittum Garry og Tracy og strákana þeirra til að láta taka af okkur myndir. Við röltum fyrst um Chester sem er alveg yndisleg lítil borg, sögufræg, falleg og frábært að verlsa þar. (Note to self: fara þangað með stelpurnar; sameinar túristaferð og verlsunarferð.) Chester er líka full af frábærum kaffihúsum og veitingastöðum sem vantar dálítið í verkamannaborgina Wrexham. ég var því farin að hlakka til að setjast inn á huggulegt kaffihús áður en að myndatökunni kæmi en það var ekki svo, strákarnir (sem eru 5 og 3 ára) fengu að velja og við endum að sjálfsögðu á McJónas. Er í alvöru ekki hægt að ala börn upp við að það sé gaman að fara annað en á þann heljarpytt? Ég get sko sagt ykkur það að ég ætla í það minnsta að reyna mitt allra besta með Lúkas. Við röltum okkur svo eftir tvær happy meal á ljósmyndastofuna. Ég var með hjartað í buxunum yfir hversu mikil hörmung þetta yrði þegar okkur var öllum smalað inn í stúdíó, sagt að far úr skóm og sokkum og svo hoppuðum við um næsta klukkutímann og maður lifandi hvað þetta var gaman! Fyrst báðar fjölskyldur, svo bara þau og svo bara við. Við fengu að sjá smá og þær eru æðislegar myndirnar, smart og öðruvísi, nútímalegar og koma í flottum römmum. Við eigum svo að koma þar næsta laugardag og velja úr 50 bestu myndunum. Tengdó sem við erum að gera þetta fyrir fær að velja sínar myndir en fyrst þær eru svona flottar þá langaði mig til að fá eina eða tvær þar sem láki var bara einn og kannski eina af okkur dave og láka. Við kipptum með okkur verðskrá og það var þegar við skoðuðum hana þegar sjokkið kom. Minnsta gerð af mynd kostar 75 pund! Dýrustu myndirnar voru á 800! Við höfum ekki einu sinni efni á að kaupa eina litla. OK kannski eina litla en hvernig eigum við að velja? Eigum við að fá mynd að barninu eða okku litlu fjöslkyldunni? Hvernig eigum við bara að velja? Að lokum gerði tengdó okkur því hrikalegan bjarnargreiða. Og ég sem hélt að þetta yrði svo ömurlegt er núna í mínus yfir því að geta ekki fengið myndirnar.

föstudagur, 13. febrúar 2004

Einasti eini og ég erum lauslega búin að vera að skoða í kringum okkur eftir húsi til að kaupa. ég held að ég hafi fundið það í dag. Það stendur nefnilega á Jones-stræti. Gæti ekki verið hentugra.

fimmtudagur, 12. febrúar 2004

Nýju gallabuxurnar mínar eru svo flottar og ég er svo smart í þeim að ég veit bara vart aura minna tal.

miðvikudagur, 11. febrúar 2004

Við Lúkas vorum að koma úr bæjarferð með fulla poka af nýjum förum á okkur bæði. Við þurftum að fá nýjan galla vegna þess að tengdamóðir mín ógurleg pantaði fjölskyldumyndatöku af okkur öllum (Ég,Dave og Lúkas, Tracy, Garry og strákrnir þeirra) og við eigum að fara í það núna á laugardag. Hér eru einhverskonar lög sem segja að maður eigi að fara með barnið til ljósmyndara og stija fyrir. Vandamálið er að mér finnast þessar myndir svo svaðalega hallærislegar. Ljótur bakgrunnur og óekta allt saman og engin leið að setja svona óskapnað í smart ramma. Við fengum reyndar að sjá myndir frá stúdíóinu og þeir taka líka flottar myndir, svarthvitar í skemmtilegum uppsetninum. Ég mydni vilja fá svoleiðis en þar eð þetta er gert fyrir tengdó þá þurfum við að gera það sem hún vill. ég veit bara ekki hvað ég á að gera ef ég fæ eintak. Ég vil ekki hengja svona hefðbundna mynd upp en er hrædd um að móðga fjösldylduna ef ég geri það ekki. Vonandi get ég fengið alla til að sitja fyrir á einni óhefðbundinni og hengt hana svo upp. Þá eru allir ánægðir.

mánudagur, 9. febrúar 2004

'Otrúlegt en satt. Eftir nudd þá sitjum við saman í smástund, drekkum kaffibolla og spjöllum saman sem er bæði gott og gagnlegt, maður fær allskonar tips um börn og getur fullvissað sig um ða maður sé að gera rétt og sé kannski ekkert svo slæm í móðurhlutverkinu. Í dag komst ég að því að í Bretlandi eru tæp 50% kvenna með börnin á brjósti. Og á svæðinu sem ég bý á eru þær undir 5%! !!!!! 95% gefa börnunum sínum formúlu án þess einu sinni að prófa hvort þær geti gefið brjóst. Og hjúkkan gat sagt okkur að 98% íslenskra kvenna gefa brjóst og hugsa ekki um það tvisvar. Hún vildi meina að það væri ástæðan fyrir því að ég er enn með Láka á brjósti en að Shirley gafst upp, hún einfaldlega er ekki vön brjóstagjöf meðan að ég aftur á móti sé það ekki sem valmöguleika að gefa formúlu. Ísland er notað sem fyrirmynd í samtökunum sem hjúkkan er talsmaður fyrir. Þau samtök eru að reyna að fá breskar konur til að gefa brjóst og fá þær til að skilja að það er í raun og veru minna mál en að gefa formúlumjólk. Og hún spurði mig í dag hvort ég myndi vilja vera sýningargripur. (Talk about feeling like a cow!) Hún er að fara að opna "breastfeeding clinic" stofu þar sem konur geta komið og fengið ráð og hvaðan hún ætlar að breiða út boðskapinn. Hún vill sumsé að ég komi og segji að brjóstagjöf sé ekkert mál. Við sjáum til með það. En þetta er óneitanlega verkefni. Kannski að ég geti bara fengið vinnu þar.
Ég ákvað í gær að elda fasana (enn einu sinni) en gera það með stæl. Ég fyllti þá með sveppa/skinku fyllingu og innbakaði svo í smjördegi. Tókst bara nokkuð vel til þó ég segji sjálf frá. ég er alveg orðin húkkt á matreiðslu og bókum um efnið. Eitthvað varð ég að finna mér að gera. En þessu ljúflingstímabili ætti nú að vera að fara að ljúka. Ég þarf að fara að einbeita mér að því að finna vinnu. Ég bara veit ekkert hvað ég vil gera. Ég snýst í kringum að vilja bara vera heima og knúsa Lúkas og þrá að komast út á meðal fullorðinna.

laugardagur, 7. febrúar 2004

föstudagur, 6. febrúar 2004

Sonur minn er 3 mánaða í dag. Þetta líður hratt.
Lúkas fékk aftur sprautur í gær og var svona frekar niðurdreginn í gærkveldi. Ekki eins slæmt og síðast en samt mjög átakanlegt. Og svo er hann bara í fýlu í dag. Sjálf var ég í ljómandi skapi þangað til að ég fór út í búð núna áðan. Ég þurfti bara að kaupa salathaus og bleyjupakka og þegar það var komið í korfuna stefndi ég að kassanum. Á leiðinni þangað hafði nokkrum kexpökkum verið haganlega komið fyrir þannig að þeir gripu augað og skilaboðin TVEIR FYRIR EINN voru vel sýnileg. Ég, gegn betri vitund, greip tvo pakka og fór að borga. En fannst upphæðin vera hærri en ég bjóst við þannig að þegar ég var komin út skoðaði ég kassakvittunina. Og viti menn, ég borgaði fullt verð fyrir báða kexpakkana. ég ætlaði að fara heim en hugsaði svo með mér "nei ég læt ekki svindla svona á mér. Þetta eru kannski bara 3 pund en andskotakornið, fair is fair!" Ég sneri því við full réttlátri reiði og sagðist vilja skila kexinu þar eð mér hafi verið talin trú um að þeir væru á tilboði en svo væri það ekki svo og ég væri bara fúl yfir því. Það var vesen að fá að skila pökkunum en loksins tókst það því í ljós kom að einhver hafði sett vitlausa pakka á tilboðsstandinn og þetta voru því þeirra mistök ekki mín. Ég sigraði því að lokum. En þegar heim var komið leið mér bara illa. Ég er nefnilega ekki svona gerð. Ég kvarta ekki og skila vörum, ég sný einfaldlega viðskiptum mínum annað. Núna líður mér eins og ég sé nískunös og nöldrari og það er ekki ég.

fimmtudagur, 5. febrúar 2004

Ég er búin að vera að tína saman í huganum hluti sem mig langar til að biðja stelpurnar um að koma með frá Íslandi þegar þær koma í heimsókn. Mér gengur satt að segja ekki vel, það er ekki margt matarkyns sem ég sakna að heiman. Mér finnst eiginlega bara voða gaman að kanna matinn sem er til hérna. Eithhvað er það þó sem er komið á listann.
1. Súpujurtir. Kjötsúpan sló alveg í gegn á heimilinu.
2. Saltfiskur. Hér er til íslenskur fiskur en eg hef ekki enn fundið hann saltaðann.
3. Rauðkál. velska lambakjötið er aæveg svaðalega gott, en mig vantar rauðkálið með.
4. Eiturbrjóstsykur og lakkrís. Hér eru sætindi sæt, ekki sölt.
5. Nóa-kropp. Það er bara alveg ógeðslega gott.
6. Rabbabarasulta. "Jam" og marlemaði en ekkert syltetoj. Það væri sjálfsagt best að fá uppskriftina.
7. Piparostur. Besti osturinn til að búa til skemmtilegar sósur og ég finn ekkert sem kemur í hans stað hér.

Það sem ég sakna mest er erfitt að flytja með sér. Ég hef ekki fengið Egils appelsín núna síðan í byrjun júní og er farið að finna vel fyrir fráhvarfseinkennunum. En ég sé það ekki fyrir mér að hægt sé að bija um tvo lítra af Agli.
Og að lokum það sem ég sakna allra mest og hef leitað sem mest að. Rjómi. Já venjulegur rjómi til að þeyta og bera fram með hinu og þessu sætabrauðinu. Þið hváið eflaust núna:" hva, eins og stelpan finni ekki rjóma í Bretlandinu" en ég sver það hér er enginn rjómi. ég er búin að kanna allar tegundir og þetta er allt gervirjómi. A delicate blend of buttermilk and vegetable oil og bölvuð sé ég ef það er rjómi. Hvergi finn ég dós sem á stendur "Cream". "Made from real cows". Hvergi. Og þeir eru svo vanir orðnir þessu sulli að það veit enginn hvað ég er að meina þegar ég segji að gervirjómi sé ekki rjómi. Þeyttur er hann eins og hvítur múrsteinn og ekki finn ég mikið bragð af honum. Er farin að setja vanillíndropa og sykur út í svona eins og í gamla daga. Og ef ég á að segja eins og er þá er ég ekki viss um að ég vilji venjast gervirjómanum. Senda mér einn pela? Einhver?

miðvikudagur, 4. febrúar 2004

Við vorum að koma frá hjúkku og Lúkas Þorlákur er orðinn 6.2 kíló og 65 sentimetrar. Enn hár og grannur svona dálítið eins og mamma hans. Sem er farin að halda að hún sé komin með anorexíu því í hvert sinn sem hún lítur í spegil þá sér hún feita konu!

þriðjudagur, 3. febrúar 2004

Loftbólukrísu hefur verið afstýrt og nú er nýja eldhúsið tilbúið. Mikið betra en það gamla og í kvöld verður eldaður hátíðarfasani. (Bethan dælir í mig fösunum og páfuglum þannig að ég hef ekki undan að elda þá. Nýjabrumið er svona smá að fara af...)
Eldhúsið var málað í gær á meðan að ég og Láki fórum í nudd. Allt leit svo ljómandi vel út þangað til að málningin fór að þorna. Myndast þá ekki lófastór loftbóla á miðjum vegg sem springur svo út og málningin flagnar af! Við vitum ekkert hvernig þetta gerðis en það sér núna í gipshúðina og allt eldhúsið er ónýtt fyrir okkur. Ég skoðaði DIY síðu BBC í gær og mér sýnit að um tvennt sé að ræða. Annað hvort er raki í veggnum eða þá að málningin sem var undir er ekki sambærileg við nýju málninguna. Hvað svo sem það er þá er þetta ekki gaman. Er einhver með góð ráð?

sunnudagur, 1. febrúar 2004

Ég er núna búin að eyða deginum í að hugsa um lífið og tilveruna og hvað ég er ánægð og þakklát fyrir allt sem ég á og hef. Kemur reyndar ekki af góðu, mér var brugðið í gær þegar ég fékk fréttir af bekkjarbróður og vini, Jóhanni Grétarsyni. Ég vona bara og bið fyrir skjótum bata og að allt fari á sem besta veg og sendi honum og hans allar mínar bestu óskir.