fimmtudagur, 30. júní 2005

Þá er kjóllinn kominn í hús og allt tilbúið, jakkaföt á litla Jones og stóra Jones niðurpökkuð, hringarnir í vasanum og ég er tilbúin að koma heim. Tveir dagar eftir í vinnu og svo hefst sumarfrí, þó við komums nú ekki fyrr en á miðvikudag út af vinnunni hans Dave. Maður er búin að vera að tala og plana brúðkaupið að það er hálfóraunverulegt að það sé eiginlega bara komið að þessu.

fimmtudagur, 23. júní 2005

Þið ættuð bara að sjá mig í brúðarkjólnum mínum! Ég er svo fín!

mánudagur, 20. júní 2005

Hér er mikið sýnd Smirnoff Ice auglýsing sem ég er alveg viss um að sé íslensk. Aðal leikarinn er strákru sem ég held að hafi verið í Quarashi og svo er annar sem ég kannast eitthvað við, ljóshærður og skeggjaður, ég er bara ekki viss hvort hann hafi verið í MS eða hvort hann sé eitthvað frægur á Íslandi. Auglýsingin sýnir ægilega afmælisveislu í Rússlandi og er dálítið sniðug. Skrýtið að sjá íslendinga á skjánum hér.

Dave horfði á einhvern ferðaþátt um Ísland í sjónvarpinu um daginn og sá ekki betur en að allt sem gerist á Íslandi gerist í vatni. Við virðumst stanslaust vera í sundi, buslandi í bláa lóninu eða þa´syndandi um í hinum ýmsustu ám og vötnum. Hann er núna orðinn hálfnojaður. Hann er nebblega ósyndur greyskarnið. Hann er samt ægilega spenntur að koma og sjá landið í fullum skrúða, hefur hingað til bara komið um hávetur.

Hér er svo mæjorkaveður, 33 stiga hiti í gær og fyrradag, þó það hafi nú rignt dálítið í gær. Ekki alveg jafn hlýtt í dag en engu að síður stuttbuxnaveður.

sunnudagur, 5. júní 2005

Nú er eldavélin mín búin að gefast upp og ég verð nú að segja að það er furðulega erfitt að reyna að vera í megrun ofnlaus. Ég get bara soðið eða steikt og megrunin mín byggðist öll á að grilla fremur en að steikja. Ó, vell, maður veltist bara um í spiki í smá stund í viðbót, það eru nú þegar komin þrjátíu ár, hvað eru nokkur í viðbót?

Ég hef enn ekkert heyrt af kjólnum mínum og er farin að ókyrrast örlítið. Ef hann kemur ekki í tæka tíð þá veit ég nú ekki hvað ég á að gera. Það er ekki eins og ég rölti mér inn í hvaða búð sem er og taki kjól af slá. Ég er nú samt búin að redda undirfötum, good óld Marks og Spencer áttu til hvalbeinslífstykki sem rúllar öllu draslinu upp í netta einingu. Ég verð þá kannski bara í því. Glæsilegt!

Svo f?nn. Posted by Hello

MMM, dj?s. Posted by Hello

Ein, tv?r, ?rj?r... Posted by Hello

?slendingur. Posted by Hello