föstudagur, 20. febrúar 2004

Allt á fúllsving hérna megin, er að fara yfir lista yfir barnapössun í nágrenninu og komin með 6 mismunandi vinnur sem ég er að skoða. Ég hugsa að ég sendi CV í þær allar og sjái hvað gerist. Ég uppfyllti öll niðurskrifuð markmið dagsins og líður svona vel við það. Ótrúlegt alveg hreint hvað það er gott að standa við það sem maður setur sér. Ég keypti nú samt lottó miða í dag. Bara svona að gamni. Það væri nú ekki amalegt að vinna lottóið hér, 15 milljón pund eða einhverjar 200 millur íslenskar. 'Eg er búinn að eyða hverri einustu krónu nú þegar og fór létt með það.

Engin ummæli: