sunnudagur, 15. febrúar 2004

Í kvöld erum við svo að fara á tónleika. Tengdó ætlar að passa og ég verð að segja að þrátt fyrir að tónlistarmaðurinn sé ekki mitt fyrsta val þá bara get ég ekki beðið eftir að komast út. Fá mér einn bjór, sjá fullt af fólki, fá smá pásu frá Lúkasi. Dave getur ekki beðið vegna þess að þetta er uppáhaldið hans. Fish heitir hann og var vinsæll með hljómsveitinni Marillion um miðjan 8. áratuginn. Þeirra helsti smellur, kayleigh, er reyndar eitt af mínum uppáhaldslögum en þrátt fyrir að hlusta mikið á þá í gegnum einasta eina þá er ég ekki sannfærð. En Dave ekkert smá lukkulegur. Fish að spila í Wrexham. Eitthvað yrði ég nú kát ef Morrissey myndi halda tónleika hér. Það hefði ég nú haldið.

Engin ummæli: