laugardagur, 5. júní 2004


Fór í klippingu í gær og fékk svona léka fína Farrah Fawsett klipingu. Núna eiga liðirnir að njóta sín og allt að vera "big og wild". Greiðslan reyndar orðin dálítið þreytt þarna. Posted by Hello

Í dag er ég svo búin að vera með smá heimþrá og það út af því ólíklegasta af öllu; fótbolta. Já, íslenska landsliðið að spila við það enska og ég fyllist svo milu þjóðarstolti að mig langar heim. Nei ekki alveg, málið er að Dave segir við mig í gær að við ættum að skella okkur á pöbbinn til að horfa á leikinn. Óvenjuleg skemmtun fyrir mig en skemmtun engu að síður. En þá kemur í ljós að við getum engann fengið til að líta eftir Lúkasi. Og þá fyllist ég heimþrá, heimþrá eftir fólkinu mínu, endalausar boðnar og búnar barnapíur. Mikið er erfitt að vera svona fjölskyldulaus.

Annars þá sýna þeir leikinn í sjónvarpinu í kvöld og við horfum bara á hann þá.

Engin ummæli: