mánudagur, 28. júní 2004

Mér líst bara vel á nýju vinnuna mína, þetta er mun meiri áskorun en ég gerði mér grein fyrir og ég er uppgefin eftir daginn. Enda ekki búin að vinna handtak í rúmt ár núna. Maður telur náttúrulega ekki með barneignir og húsmóðurstörf! Það var voða skrýtið að skilja Lúkas eftir. Sem betur fer er pabbi hans heima þessa vikuna svo við höfum tíma til að venja Lúkas við dagmömmuna. En í næstu viku hefst svo raunveruleikinn; vakna hálfsjö, gefa að borða og klæða, rjúka til dagmömmu og svo í strætó í vinnuna. Það eina slæma er að það er til búningur á mig, því miður neyðist ég til að fara í bládoppóttu appelsínugulu skyrtuna og blá bleyser jakkaföt. Ég veit bara ekki hvernig ég á að taka þessu, hvernig skó fer maður í við svona hrylling? Hvernig get ég greitt mér þannig að viðskiptavinurinn skilji að ég er ekki svona halló í alvörunni. Og vhernig á ég að fara að því að fá viðskiptavininn til að trúa því að ég sé hæf til að gefa ráð við val á tískugleraugnaumgjörð klædd í þessi ósköp? Tricky bissness!

Engin ummæli: