föstudagur, 5. maí 2006

Jæja, ætli ma´r verði ekki að segja eitthvað.

Ég keypti bókina "The no diet diet" rituð af ægilegum sálfræðingum sem hafa rannsakað og (réttilega) komist að því að megrunarkúrar virka ekki. Ég hefðu nú getað sagt þeim það. Manneskjan er prógrömmuð til að borða og að neita sér um eitthvað í lengri tíma gengur aldrei upp. Þeir tóku sem dæmi meðaltal af þeim sem höfðu prófað atkins kúrinn og 98% höfðu að ári bætt á sig 4.5 kílóum. Hvað um það. No diet diet kemru mat ekki neitt við heldur er verið að skoðað það atferli sem fær mann til að borða vitlaust og svo með nokkrum verkefnum getur maður reynt að breyta hegðunarferli sínu. Ég ætla að prófa, sjáum hvað setur.

Sonur minn sem skítur enn á sig og kann ekki að tala, kviekir á tölvunni, loggar inn á netið og nær í Bob the Builder síðuna og spilar tölvuleiki, allt án minnar hjálpar. Ég get ekki annað en horft með undrun og hryllingi hvað hann er klár. Það skýrir sem sé afhverju ég er oft sýnileg á msn en svara engu, hann leyfir mér ekki að nota lyklaborðið. Og ég fæ engann botní þetta skæp, tölvan mín aftengist netinu ef ég reyni að nota það. Bömmer.

Mikið var þetta nú annars fínn dagur. 25 stiga hiti og ég í fríi eftir hádegi. Ég fór og keypti nokkrar stuttbuxur á Lúkas og bol á mig. Ég er alltaf að verða ánægðari með að búa hérna (kemst reyndar sjálfsagt alrei yfir hvað ég sakan m+p mikið), ég er farin að segja breska brandara, og á sjálfsagt stutt í að setja edik á frönskurnar mínar. ég held að þetta séu góðar fréttir.

Annars þá komum við Púki heim í október í eina viku 9-16 okt. þannig að þið megi byrja ða plana partýið núna.

Engin ummæli: