mánudagur, 7. ágúst 2006

Já, ég mun sumsé hefja stærðfræði nám núna í haust, undirbúningur fyrir sjóntækjafræðina. Ég ætla að byrja á því að fá Dave til að hjálpa mér, hann er nú einu sinni stærðfræðingur, en ef mér finnst ég þurfa frekari hjálp þá get ég alltaf farið í framhaldskólann hér eftir áramót. Svo eru það inntökupróf í apríl og svo vonandi þriggja ára nám í sjóntækjafræði. Fyrirtækið mitt sponsorar það svo ég get unnið fulla vinnu með og þarf ekki að borga neitt. Í staðinn vinn ég hjá þeim í ár eftir útskrift. Að því loknu komum við heim. Já, ég er á heimleið. Ég er búin að vera hér í 3 ár rúm og enn finnst mér stundum allt voða erfitt. En nú þegar ég get litið á sjálfa mig sem stúdent erlendis, sem er á heimleið breytist allt. Núna er þetta bara gaman. Ég þarf að vera með plan annars fúnkera ég ekki. Eftir fimm ár ættum við líka að vera búin að sortera okkur fjárhagslega þannig að við getum komið heim og keypt hús og fellihýsi og verið eins og normal Íslendingar. Þetta finnst mér gott plan.

Við fórum í dag og keyptum okkur nýja þvottavél. Gamla vélin sem Kalli og Elsa fengu í brúðargjöf og ég keypti af þeim fyrir mörgum árum er búin að gefast upp. Mér fannst þetta sérstaklega skemmtileg innkaupaferð og leyfði sölumanninum að sýna mér allt það flottasta áður en ég benti á "special offer" vélina og sagðist ætla að taka eina slíka. ég ætla líka að kaupa mér eldavél þar sem ég ætla svo að taka með mér heim. Vá, svona geggjaða með gashringjum og tveimur ofnum úr stáli. Geggjuð.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Оneof thе things I've noticed is that as before long as I make side of meat or Portion of the psyche, and can Concluding hours or days, depending on the asperity and reason. I also remember some age ago when an p� fastade mage! though I have completed my tantric massage the semen no longer mingles with the rake, but attempts to leave the body through the crotch.

my web page; sensual massage in London