sunnudagur, 17. desember 2006

Já, ætli maður sé ekki bara þrjátíu og tveggja í dag. Ég er bara nokkuð ánægð með þetta, helgin búin að vera ljómandi. Ég fékk frí í vinnunni í gær og ég og tengdó fórum með Lúkas í bæinn og versluðum alveg eins og brjálaðar. Ég fékk Brabantia ruslatunnu í afmælisgjöf (ruslið er ekki undir eldhúsvaskinum heldur í tunnu á miðju eldhúsgólfinu og þessvegna mikil þörf á glæsilegri tunnu), og ég keypti mér svo rúmteppi og púða og körfur til að gera allt svona aðeins fínna, fyrir afmælispeninga frá mömmu og pabba og ömmu og afa. Ég er svo ánægð með þetta alltsaman. Við fórum svo með Lúkas til að sjá jólasveininn. Hann var out to lunch þannig að Lúki fékk bara að fara á trampólín í staðinn. Það er fátt jafnskemmtilegt og að hoppa þannig að allir komu heim ánægðir. Í dag ætla ég svo að fá mér croissant í morgunmat, lesa bók, fá indverskan sendan heim (mat ekki mann) í kvöld og horfa á sjónvarpsútgáfu af Hogswatch eftir Terry Pratchett. Mjög spennandi. David Jason í hlutverki Alberts og virkar allt mjög vel gert. Á morgun er förinni svo heitið til Manchester til að skoða jólaljósin þar í bæ og kannski kaupa jólaföt á Lúkas. Hann á að syngja á jólatónleikum á miðvikudaginn og þarf að vera dálítið fínn. Svo þarf náttúrulega að vara sig á þessum jólaketti alltaf hreint.

Engin ummæli: