föstudagur, 13. apríl 2007

Jæja, ma´r bara að spóka sig á stuttermabol núna. Það er nú aldeilis munur að búa bara í útlöndum ha, nikk nikk!?

Já, það er stundum merkilegt að búa í útlöndum, það er nú alveg satt. Ég hef nú stundum sagt sögur af vinnufélögum mínum og skrýtnum hlutum sem þær láta stundum útúr sér, sem persónulega mér finnst bera merki um almenna heimsku þeirra (samanber: hvernig afkvæmi eignast menn og hundar og að karlmenn eru þannig gerðir að þeir geti ekki haldið í sér, kúki bara hvar sem er) en í dag tók úr steininn, mér fannst þetta ekki fyndið lengur. Trudi segir að þeir séu búnir að handsama manninn sem fyrir nokkru nauðgaði 74 ára gamalli konu. Hún hallar sér svo fram og segir í stagewhisper."But I don´t know for certain that he was foreign, you know with all these Poles and that, isnt´it?"! Henni fannst ólíklegt að breskur kúkalabbi gæti framið svona verknað, þetta hlyti að hafa verið Pólverji eða "Paki" eða þá breti undir pólskum áhrifum! Ótrúlegt alveg hreint. Ég spurði hana hvort henni þætti líklegra að ég fremdi glæp en Sarah, en aftur fékk ég svörin, að "You´re different." Það má vera að það væri öðruvísi ef 15.000 Íslendingar væru í Wrexham frekar en 15.000 Pólverjar, en engu að síðru, mér fannst ég verða að taka upp hanskann fyrir "sam-útlendinga" mína. Ég er nokk viss um að þeir eru ekki frekar glæphneigðir en breska pakkið sem lifir á bótum og ég og Pólverjarnir höldum uppi með sköttunum mínum.

Engin ummæli: