sunnudagur, 21. október 2007



Við eyddum deginum í yndislegu veðri í Llangollen með Tómasi og félögum. Þetta er annað skiptið sem við gerum þetta, í fyrra skiptið var Lúkas bara tveggja og var bara að uppgötva Tómas en núna er hann næstum fjögra og veit allt sem þarf að vita um kappann. Hann veit meðal annars að maður á ekki að standa of nálægt brúninni á lestarstöð þannig að það náðist ekki mynd af þeim félögum saman. Við Dave skemmtum okkur jafnvel og Lúkas, byrjuðum daginn á skemmtilegri göngu meðfram bátasíkjunum í Llan, fórum svo með Tómasi til Carrog þar sem við borðuðum nesti. Veðrið var svo fallegt í dag, mikill munur frá rignungu og leiðindum að undanförnu. Lúkas fékk auðvitað nýja lest, Spencer í þetta sinnið, við bara finnum ekki hina langþráðu Mavis.

Engin ummæli: