föstudagur, 4. apríl 2008

Það eru upp-og niðursveiflur í gangi hérna megin. Ég er ekki búin að koma mér aftur inn í svíng með breyttan lífstíl síðan um jól en ákvað að nú væri gott komið og byrjaði upp á nýtt á mánudaginn. Ákvað að vigta mig til að hafa aftur byrjunarreit og kemur þá ekki í ljós að ég er ekki bara búin að éta á mig aftur kílóin 15 sem ég hafði barist við að missa, heldur er búin að bæta 3 til viðbótar. Ótrúlegt hvað þetta er erfitt. Allavega, eftir smá taugaáfall ákvað ég að ég yrði bara að sætta mig við að vera neydd til að fara í svona magaaðgerð. Rannsakaði það ferli og ákvað að það væri ekki valmöguleiki. Sem þýðir að þetta er síðasti séns. Ef mér tekst þetta ekki núna þá drepst ég. Og ég er ekkert sérstaklega spennt fyrir því heldur. Þetta er bara svo flókið. Á sama tíma og ég get ekki hugsað um neitt annað en mat og skoða í sífellu hitaeiningasnauðar uppskriftir og "alternatives", er ég svo leið á þessu öllu og langar bara í sígarettu. Á ég kannski bara að byrja að reykja aftur? Afhverju þarf þetta að taka svona yfir allt saman. Mig langar að komast í gegnum klukkutíma án þess að vera í taugastrekki yfir því hvenær ég fæ næst að borða og hvað það þá er. Panikk yfir hvað ég á að maula á eftir mat, mér finnst svo gott að fá eitthvað sætt eftir mat, get ekki borðað sætt núna, hvað þá, hvað þá, hvað þá!!!!!! Á ég kannski bara að gefast upp? Ef ég er óhamingjusöm þegar ég borða og ég er óhamingjusöm þegar ég borða ekki skiptir þetta allt saman nokkru máli? Eða er kannski betra að vera óhamingusöm og grönn en óhamingjusöm og feit. Djísús kræst.

Engin ummæli: