föstudagur, 27. júní 2008

Ég er að reyna að leysa smá gátu hérna. Ég fer í vinnuna klukkan 10 mínútur yfir 8 á morgnana og kem heim klukkan korter yfir 6. Þá geri ég létt húsverk, elda mat,borða og baða Lúkas og svæfi. Svo tekur við nám og lestur í tvo tíma. Svo horfi á á sjónvarp í hálftíma áður en ég sofna í sófanum og er svo rekin upp í rúm. Hvenær á ég að koma þarna inn líkamsrækt? Samkvæmt basal metabolic rate þarf ég 1860 karólínur á dag til að viðhalda sömu þyngd og ég er núna ef ég hreyfi mig ekki neitt. Þannig að til að grennast þarf ég að borða 1360 karólínur á dag og stunda enga líkamsrækt. Eða þá að ég fæ að njóta meiri matar og hreyfi mig þá. Mér líst betur á það en hef ekki nógu marga klukkutíma í sólarhringnum. Mér datt í hug að kaupa mér Pilates for beginners á DVD. Einhverjar uppástungur?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ein tillaga, sæta: að Dave sjái um húsverk, matseld og Lúkas þegar því verður við komið og þá gefst þér tækifæri til ræktunar og svo nota tíma á laugardegi eða sunnudegi þegar ekki skal haldið til vinnu.

Mikið djöfulli er ég ánægð með þig!

Hep på Baba, hep på Baba!!

Knús Blöbbý

Nafnlaus sagði...

Líst vel á pilatesið eða almennt svona home-movement, dansa þegar þú getur (passa hnén), sund (þó það væri bara 1x í viku, betra en ekkert!), brjálað kynlíf alla daga og hana nú ;o) Muna svo að ganga allt sem hægt er, hjóla, taka stigann í staðinn fyrir lyftuna og þetta 'almenna tuð' = ALSTUÐ! mússímúss'skan.... þú ert einstök :o)