þriðjudagur, 24. júní 2008

WHO eða World Health Organisation hefur gefið það út að offita sé nú faraldur sem plagi hinn vestræna heim og hefur miklar áhyggjur af. Sjúkdómar og annað sem er bein afleiðing af offitu kosta nú orðið læknaþjónustu svipað og reykingar. Engu að síður er hér í Bretlandi ekki boðið upp á neina aðstoð. Fólk sem er of feitt eru sóðalegir aumingjar sem geta ekki drullast af rassgatinu og út að hlaupa. Þetta er almennt viðhorf sem ég verð vitni að. Sjálf er ég í svo mikilli hringavitleysu með skoðanir mínar á offitu að það er erfitt að vita hvar skal byrja. Ég hata feitt fólk og ég hata það að ég sé feit. Ég er engu að síður ákafur stuðningsmaður "réttinda"baráttu feitra. Að vera feitur er mjög óhollt og ætti ekki að gerast. Að vera sáttur við sjálfan sig, feitur eða mjór er nauðsynlegt. Feitt fólk er veikt og þarf hjálp. Feitt fólk ætti að horfast í augu við sannleikann og hann er að það borðar of mikið og hreyfir sig of lítið. Svona gæti ég haldið áfram lengi lengi. Hver og ein fullyrðing er andstæða þessarar á undan. Er nema skrýtið að maður sé smá ruglaður í ríminu?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel í þessu Baba mín!
kv. Pibbý