föstudagur, 18. júlí 2008

Mér finnst endilega eins og að ég eigi að vera að léttast meira og hraðar. Ég er alveg búin að taka út allan óþarfa; nammi, kex, fitu, sykur, hveiti og þessháttar og er á fullu í pilates. Vakna klukkan hálfsjö á morgnana og tek sessjón. Mér líður mjög vel ákkúrat núna, en vildi sjá meiri árangur á vigtinni. Reyndar á ég pantaðan tíma hjá hjúkku á mánudaginn í vigtun en mig grunar að ég nái ekki mini-takmarkinu 115 kg fyrir þann tíma.

Ég er þessvegna búin að vera að velta fyrir mér hvað ég sé að gera vitlaust og það eina sem ég gat komið upp með var skammtastærð. Það er víst hægt að borða of mkið af hollum mat líka. Ég náði því í eldhúsvogina og skellti á matarborðið í gærkveldi og vigtaði 180 grömm (2 kjötskammtar) á diskana af chili-inu sem ég hafði eldað. Og svo störðum við í forundran á diskana okkar. Slumman af kjöti var u.þ.b. fjórðungur af því sem við venjulega myndum setja á disk. Með tárin í augunum (gvuð minn góur við lifum þessa hungursneyð ekki af!) mauluðum við okkur í gegnum máltíðina. En viti menn, þetta var nóg. Við vorum bæði södd og það allt kvöldið. Ég vissi svo sem að það væri einföld ástæða fyrir spikinu, ég bara vildi ekki trúa því. Þannig að héðan í frá er ég með allar upplýsingar á hreinu um skammtastærð og eldhúsvogin er núna á matarborðinu. Að hugsa með sér, ég sem er búin að fnæsa í gegnum nefið að öllu þessu feita fólki sem segjist ekkert skilja í því afhverju það er of feitt. Það liggur í augum úti að ef þú borðar of mikið þá fitnarðu. En ég bara vildi ekki setja mig í flokk með þeim feitu og vitlausu. En þar hafið þið það, ég er feit og vitlaus!

Ég er svo reyndar að vona að ég sé að byggja upp vöðvamassa ægilegan. Eins og alþjóð veit þá eru vöðvar þyngri en fita. Vöðvar brenna líka meiri karólinum þannig að eg ætti vera að brenna um leið og ég styrkist og grennist. En að gefast upp. Nei, það er ekki í myndinni.

2 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Hlakka til að fá nýjustu tölur frá hjúkkunni. Hvernig er það, læturðu hana ekki mæla cm og vöðvamassa líka? Það ætti að vera sjálfsögð viðbót til að mæla árangur hreyfingar.

Nafnlaus sagði...

Svakalega hlakka ég til að sjá þig frænka:D. Gangi þér vel elsku krútt, stend með þér...og ætla að taka þig til fyrirmyndar og hætta í sökkilaðinu! knús og kossar
kveðja,
Hulda frænka