þriðjudagur, 1. júlí 2008

Númer eitt, tvö og þrjú er að viðhalda skipulagi og aga ef maður ætlar að stunda heilbrigðan lífstíl. Plan og skipulagning er lífsnauðsynleg því annars dettur maður bara í ruglið. Ég er vanalega skipulögð og á auðvelt með að plana fram í tímann, ég til dæmis er alltaf með tveggja vikna matseðil tilbúinn. Það auðveldar innkaup og þýðir að ég veit alltaf ef ég þarf að taka eitthvað úr frysti á morgnana og ég þarf ekki að eyða tíma í að velta fyrir mér hvað á að elda í kvöld. Og ég get skipulagt matinn þannig að ég deili kolvetnum og prótín réttlátlega niður á máltíðir dagsins. Ég skipulegg reyndar fleira en matinn, ég skipulegg líka daglegar athafnir og það er bara til að mér líði betur, ég þarf að hafa plan, bæði fyrir lífið og hvern einn dag. Það er svo alveg ferlegt þegar óvæntir atburðir breyta planinu. Ég gleymdi að ég var að vinna frameftir í kvöld og var ekki komin heim fyrr en átta. Dave var þá búinn að gefa Láka að borða, baða hann og var að koma í háttinn. Ég var úrvinda úr hungri enda ekkert búin að borða nema tvær hrökkbrauðsneiðar síðan í hádeginu. Ég missti af strætó og þurfti að labba upp Gutter Hill (gott cardio en einum of með ekkert í maganum!) og það eina sem ég gat hugsað um var matur. Láki vildi svo endilega að ég læsi "Monkey Puzzle". Dave því miður kann bara að elda egg þannig að þegar Láki var loksins sofnaður og ég búin að elda var klukkan orðin níu. Aðframkomin úr hungri og ég borðaði allt of mikið. Og það er það sem gerist þegar planið fer úr skorðum.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Ég myndi ekki hafa svo miklar áhyggjur af einni kvöldmáltíð. Þú labbaðir jú upp Gutter Hill!!