sunnudagur, 31. ágúst 2008

The Evening Leader sem er dagblað okkar Wrecsam-búa slær því upp á forsíðu sinni í fyrradag að Wrecsam mælist sem einn feitasti bærinn í Bretlandi. Ég bað samstarfskonur mínar afsökunar á að vera hluti af vandamálinu, nóg er nú offitufaraldurinn að plaga velska að það er víst óþarfi að flytja spes inn fitubollur frá Íslandi. Annars þá er ég bara í góðum gír þessa dagana. Borða fullt af nammi en bæti það upp með að sleppa algerlega öllum mat. Þetta er einn skemmtilegasti matarkúrinn sem ég hef fundið upp á lengi. Hef sem sé ekkert lést, en bæti heldur ekki á mig. Fínt. Að öllu gamni slepptu þá fæ ég ekki tíma hjá hjúkku fyrr en að viku liðinni og vonandi að ég fari að taka mig á svona með því. Pilates á fullu og svo vonandi að ég fari að komast í spinning áður en langt um líður. Eða bara gleyma þessu. Mikið væri gaman að fá bara að gleyma þessu öllu í smá stund. Bara smá frí. Frá talningu og pælingu og samviskubiti og panikki og lygum og og og og og og...

Engin ummæli: