þriðjudagur, 26. ágúst 2008

Við liggjum nú öll í gubbupest aldarinnar. Láki reyndar búinn að jafna sig en við pabbi hans liggjum gjörsamlega í því. Ég hef nú bara ekki vitað annað eins. Ég var orðin sannfærð um að Bretland legðist svona illa í mig, mér finnst ég aldrei hafa verið eins oft veik eins og hérna, en fattaði um helgina að það er annar varíant í þessu. Lúkas. Þegar hann verður veikur þá verð ég veik. Hann fór í síðustu viku aftur á Toybox leikskólann og kom heim með þessa pest. Og við steinliggjum öll.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÆÆÆÆÆ ELSKU DÚLLURNAR!!! VONANDI JAFNIÐ ÞIÐ YKKUR FLJÓTT.
KVEÐJA,
FRÆNKS