mánudagur, 22. september 2008

Þetta er búinn að vera mikið svakalega góður dagur. Ég fékk borðstofuljósið sent og er himinlifandi yfir hversu vel mér tókst í valinu. Þarf nú bara að finna dag sem hentar mér og rafvirkjanum til að hengja það upp. Á milli þess svo sem ég fór með Lúkas í og úr skóla, skipti ég á rúmum, setti í tvær þvottavélar og hengdi upp, tók til, eldaði stroganoff, læknaði Lúkas af njálg, vaskaði upp og skrifaði eina ritgerð. Fór svo með Ceri og Shirley í líkamsrækt. Við ætluðum í legs, bums and tums, léttar æfingar fyrir konur á öllum aldri. Fannst fólkið sem var í salnum vera í dáltið góðu formi og af báðum kynjum. Merkilegra þó að þau voru öll með lyftistangir og enn furðulegra var þegar okkur var öllum rétt lóð. Kom fljótlega í ljós að við vorum staddar í bodyPump og var nú tekið almennilega á því. Mikið svakalega var þetta gaman. Hrikalega erfitt en gaman. Ekkert hopp og rugl bara tekið almennilega á því í takt við þungarokk. Mér hefur ekki liðið svona vel í langan tíma. Ritgerð og ræktin. Nú vantar bara að fá vinnu. Stuð maður, stuð!

2 ummæli:

Harpa sagði...

Líst vel á þig gamla. Það hefur nú ekki verið amalegt að lyfta lóðum með Welcome to the Jungle í botni!!

Guðrún sagði...

Viltu ekki að pabbi þinn komi og setji upp ljósið?