mánudagur, 8. september 2008

Ég á ekki að vera skrifa neina bloggfærslu, ég á að vera að skrifa ritgerð. Um BCG matrix. En mig langar ekkert til þess akkúrat núna, ég er enn ekki búin að fá að vita hvort ég hafi náð prófunum og get einhvern vegin ekki komið mér til vinnu. Þannig að ég sit hérna og skoða síðu eftir síðu af jólaskrauti. Já, þið heyrðuð rétt, jólaskraut. Ég er að skoða þemað í ár og mér sýnist að það sé best að hafa svona "country" þemuð jól í ár. Ég á fullt af fallegu svona dóti (takk Gréta, Rut, mamma og amma) og ég held að það fari svo vel í litla húsinu mínu. Betur en gull og súkkulaði jólin í fyrra. Já, það er ótrúlegt hvað manni tekst að eyða tímanum í þegar maður er að forðast ritgerðarsmíð.

1 ummæli:

Harpa sagði...

ohh, ég elska strategy, var með svo skemmtilegan kennara.
Byrjaðu á að teikna mynd.... þú getur svo skreytt hana með jólaskrauti. Það ætti að koma þér af stað ;-).