laugardagur, 4. október 2008

Þegar ég kom heim úr vinnu í gærkveldi beið mín bréf frá skattinum sem sagði að þrátt fyrir að eftir viðtal hafi ég verið "recommended for the post" þá væru aðrir umsækjendur með meiri reynslu og að ég hafi verið sett á biðlista. Ég held að það komi ekkert út úr þeim biðlista, það er meira svona til að soften the blow. Ég er með þvílíkan niðurlút yfir þessu. Ég er núna búin að fá nei frá öllu sem ég hef sótt um. Þetta er ekki til að hjálpa sjálfstraustinu. Guði sé lof að ég er með yfrum nóg af því til að byrja með! Það þýðir ekkert að gráta Björn bónda, nú er bara að safna liði og halda ótrauð áfram. Mánudagurinn fer víst aftur í að leita. Já, maður verður að vera hress og í stuði. En ég er samt smá döpur líka. Það má stundum.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Æ, ég vil samt heldur hafa þig í stuði.
Sjáum hvað setur.....