sunnudagur, 30. nóvember 2008

Ég fór illa með fyrsta helgarfríið mitt í fjögur og hálft ár. Ég gaf mér loksins tíma til að vera almennilega stressuð og hrædd og allt sem því fylgir að byrja í nýju, krefjandi starfi og í samblandi við það var ég leið og niðurdregin af því að mamma og pabbi fóru heim og ég veit ekki hvenær ég sé þau næst og hvað þá hvenær ég kemst heim. Og ég grét allan daginn í gær. Mér þykir bara svo voðalega vænt um þau. En svo vaknaði ég í morgun og fann bjartsýnisröndina mína og allt er í góðu lagi núna. Við fórum út á rúntinn og ég er bara orðin svona lunkinn bílstjóri. Komum við í Dunelm Mill og keyptum útilugt með nettu jólamótífi og fórum svo í langan göngutúr með Láka. Þegar heim var komið settum við síðan jólin upp. Það er jú fyrsti sunnudagur í aðventu í dag og því komin tími á jólin. Ekkert þema svosem í ár nema ef "hlutir sem okkur þykir vænt um og hlutir sem mér finnast fallegir" sé þema. Það er svo bara skemmtileg tilviljun að þessir hlutir mynda heildina "rautt skandi". Sem fer eins og sniðið inn í litla jólahúsið mitt.

2 ummæli:

Harpa sagði...

Það er ekki gott að fara svona með helgarfríið. Nýtur þess vonandi betur næst.
Mér líst vel á þemað þitt, þú verður að setja inn myndir. Hérna er þemað alltaf það sama, mjög material (við líka material girls)og má líklega kenna það við Georg Jensen. Allt heimalagaða jólaskrautið okkar er á Íslandi, því miður. Ætli Georg Jensen sé skyldur okkur eins og Uffe? Hefur einhver spurt Simma?

murta sagði...

Laugardagurinn 13. des verður allavega vonandi skemmtilegri. Við komum snemma og getum ekki stoppað yfir nótt, en ég ætti að fá tækifæri til að knúsast aðeins með prinsessurnar þínar (og við þurfum að sannfæra Dave um að hann vanti eina svoleiðis)og þú færð nammið þitt! Allir kátir.