laugardagur, 1. nóvember 2008

Mikið voðalega væri nú gaman ef dagurinn í dag er loforð þess sem koma skal nú þegar ég fer að vera heima á laugardögum. Við létum kvefpest ekki á okkur fá en héldum niður í bæ til að vera smá menningarleg og smá plebbaleg. Drifum okkur á safnið hérna og skoðuðum sýningu um bronsaldarfólkið sem byggði svæðið fyrir 3-4000 árum. Við gátum því síðan farið með hreina samvisku að skoða nýja miðbæinn hér í Wrexham. Það er sumsé búið að byggja svaka verlsunarmiðstöð sem er "open air". Og þar með er búið að færa miðbæinn aðeins til. Mér fannst vera hálfgerð íslensk fýla af þessu öllu saman, greinilega mikið lagt í umbúðirnar, allt vaðandi í náttúrustein og hönnun. Sem er ágætt svo fyrir fegurðarskynið en veldur mér smá áhyggjum hvað varðar kostnað og annað. Vonandi að þetta þýði að Wrexham laði til sín verlsun frá fólki sem annars hefði farið til Chester. Við keyptum föt á Lúkas í Next sem vonandi duga honum fram á næsta sumar og ég fékk hægindastól. Svona til að lesa í. En fínt. Dave fékk nýja músamottu. Kannski smá misskipt gæði þar. Svo sátum við á Kaffi Neró og borðuðum ostaköku og drukkum kaffi. Svona gæti ég auðveldlega eytt öllum mínum laugardögum en Dave var eitthvað að væla um fótbolta þannig að við sjáum víst til. Kannski annar hver. Jæja, best að skella í pizzudeig og skoða hvaða bíómynd er frumsýnd á Sky í kvöld. Góðar stundir.

5 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Gott að heyra að þú hafir nú meiri tíma til að halda efnahagskerfinu gangandi. Ég hef svaka mikinn tíma en engan pening. Hvenær byrjar þú í nýju vinnunni?

Finnur Geir Sæmundsson sagði...

Gott að hafnarbúar eru allir samstilltir. Hér var líka hrært í pizzu í kvöld. Kristín, vonandi ert þú líka í takti? Við erum öll sammála um að pressuger sé málið í botninn, ekki satt?

murta sagði...

Finnur. Ég er líka búin að uppgötva að það gerir deigið ótrúlega gott að hnoða það með króki í hrærivél. Ég næ mun betri áferð og léttleika með því að nota tæknina.

murta sagði...

Kristín. Ég byrja mánudaginn 24. nóvember. Og hlakka ógeðslega mikið til.

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Jú, jú Finnur minn, ég hrærði í pizzu í gærkvöldi (laugardagskv)líka - hver var aftur að tala um að Íslendingar væru allir eins? Annars þá geri ég oftast pizzu á föstudögum til að hringja inn helgina. Og pressugerið er málið. Leigusalinn minn kaupir það fyrir mig í Bronx. Hvar fáið þið ykkar?