sunnudagur, 7. desember 2008



Jólin eru bæði algjört uppáhald hjá mér og á sama tíma afskaplega erfið. Skemmtileg vegna þess að ég í alvörunni trúi á gleði, frið og velvild allra til handa og á þá von sem mér finnast jólin standa fyrir; að kannski getum við öll verið vinir einn daginn. Skemmtileg vegna þess að ég elska að gefa jólagjafir. Ég leita lengi og hugsa vel og vandlega um hvað viðtakandi yrði hissa og ánægður með. Erfið vegna þess að ég er ægilega sjálfhverf, sjálfselsk og vanþakklát. Mér finnst ekkert jafn hræðilegt og gjöf sem mér finnst vera röng fyrir mig. Eins og pizzuhnífurinn sem var í laginu eins og feitur, ítalskur kokkur sem ég fékk frá stelpunum í vinnunni þegar ég hætti þar. Hvernig gátu þær þekkt mig svona illa að velja þennan óskapnað handa mér? Mér finnst líka voða leiðinlegt að segja hvað mig langar í. Mér finnst að fólk eigi bara að finna handa mér rétta hlutinn. Eiginmaður minn er búinn að gefast upp. Í fimm jól hefur hann keypt eitthvað vitlaust handa mér og í ár heimtaði hann lista. Sem hann núna neitar að nota. Ég hef víst sett lélegar gjafír á listann. Eins og til dæmis kartöflukremjarann spudski. Frábær nútímahönnun, byggt á skíðastaf, flott og nytsamlegt. Hvít rúmföt og Dulce-gusto kaffivél. Allt þetta eru víst ekki gjafir sem menn mega gefa konum sínu. Hann segist allt eins geta keypt handa mér ryksugu og alveg farið með það. En ef þetta eru hlutir sem mér finnast passa við mig er það bara ekki allt í lagi? Eina vandamálið er að það sem mér finnst mikilvægast af öllu er að gefandinn finni upp á gjöfinni sjálfur, ég við ekki velja sjálf...Greyið Dave...að eiga svona konu.

Engin ummæli: