laugardagur, 24. janúar 2009

Mikið vildi ég óska að ég væri vandvirkari. Ég er loksins búin að tussast til að kaupa rúm handa Lúkasi, hann er enn í smábarnarúmi sem er orðið of lítið fyrir hann. Ég fæ rúmið afhent næsta föstudag og ákvað því að nota þessa helgi til að taka almennilega til inni hjá honum, losa okkur við of lítil föt og smábarna dót sem hann er hættur að leika sér að. Sú athöfn gekk ágætlega, herbergið er agnarsmátt og ég þarf því að vera sniðug að nota öll horn og hirslur til að koma honum vel þarna fyrir. Ég þreif og byrjaði svo að mála. En þar hefjast vandamálið. Ég er alltaf að finna einhver horn sem ég sletti málningu bara svona einhvern vegin á af því að ég er svo óvandvirk. Og svo verð ég fyrir svo miklum vonbrigðum með brussuskapinn en hef ekki nennu eða getu til að gera þetta almennilega.

Það lítur því út fyrir það elsku mamma og pabbi að ég sé búin að ráðstafa páskahelginni fyrir ykkur. Mamma, þú ert svo vandvirk og gerir allt svo vel, þú verður að hjálpa mér að laga málninguna og pabbi, þú þarft að hjálpa mér að taka niður tvær hillur og byggja eina kommóðu. Olræt?

Engin ummæli: