fimmtudagur, 9. apríl 2009


Láki útskýrði fyrir mér í morgun um hvað páskarnir snúast: "We must celebrate easter and eat all the chocolate so that Jesus dies." Eitthvað sem trúarbragðakennsla ruglast í höfðinu á 5 ára.

1.1 kg farið í morgun og vonandi sést það aldrei framar. Það eru tveir áfangar í dag: ef ég væri bresk þá væri ég ánægð því ég væri komin úr 19.9 stone í 18.12 (alltaf gaman að minnka um stein) og ef ég væri amerísk þá gæti ég sagt að ég væri búin að léttast um rétt rúm 10 pund. Svo er það bara að vera í stuði um páskana, njóta lífsins án þess að verða klikk en líka án þess að neita mér um allt og verða fúl. Það er að finna þetta ballans. Mikið að gera líka, Milton Keynes á morgun, í hamborgarhrygg skilst mér og svo páskalamb og súkkulaðiát á sunnudaginn. Vonandi að veðrið haldist svona gott því við ætlum í göngu á laugardaginn til að reyna að koma til móts við átið. Ég segji því bara pasg hapus og munið að vera í stuði.

Engin ummæli: