fimmtudagur, 23. apríl 2009

Og það er súpervika þessa vikuna, 1.7 kíló farið. Sem þýðir að ég hef misst heilan stein. Og fékk verðlaunin fyrir það, Orla Kiely kakóbolla. Og ég er svo glöð af því að ég elska ekkert meira en hluti. Fallegir hlutir bara láta mér líða svo vel. Og mun betur en kökur og súkkulaði. Þannig að nú er keppikeflið að tapa pundum til að eyða pundum! Ég bara get ekki ákveðið hvaða mælikvarða ég á að nota. Á ég að fagna hverjum 10 pundum. Sem eru bara rétt rúm 4 kíló. Það er ekki alveg nóg. En steinn er tæp sjö kíló sem er bara skrýtin tala. En það er svo langt á milli hverra 10 kílóa, þannig að ég er hrædd um að fá ekki jafn mikið af fallegum hlutum! Og er búin að finna svooooo marga fallega hluti sem mig langar í. Eins og til dæmis þessi ketill. Og það má ekki gleyma ristavélinni sem er í stíl. Og ég er með þessi viskustykki á heilanum og get bara ekki valið. Þau eru öll svo falleg. Og sjáið þennan lampa! Er hann ekki til gera hverja manneskju hamingjusama. Og svo náttúrulega bara allt sem fæst í þessari búð. En hvað um það, nú er bara að halda áfram að æfa og borða hollan mat og þá eignast ég allt þetta drasl. Og verð jafnvel glaðari en ég er ákkúrat núna. Af því að ég elska hluti. Svona ef það fer eitthvað á milli mála.

2 ummæli:

Hanna sagði...

ég er ekkert smá hrifin af lampanum - hversu mörgum kólóum þarf maður að fórna fyrir hann?

og svona að því ég er byrjuð að láta mig dreyma, hvaða flugfélög ætti ég að kanna, til að athuga með ferð yfir til ykkar?

Stórt knús
H.

murta sagði...

Mér sýnist lampinn vera 20 kílóa virði. Er þa´kki? Og prófaðu að leita á Expedia.co.uk að flugi til Manchester. Og ég sem var einmitt að fara að kanna að koma til ykkar, ég á einn 5 ára sem á þann draum heitastann að komast í Legoland.