mánudagur, 11. maí 2009


Ég borða morgunmatinn minn eftir líkamsræktina þannig að núna blandast við að vera heit og sveitt að veðrið er bara orðið of gott fyrir heitan hafragraut. Ég hef því lagt honum núna svona eitthvað fram að hausti og er núna á fullu að hanna nýjan smoothie fyrir hvern vikudag. Þessi kom í morgun; 4 klakar, 1/2 banani, 2 kúfaðar matskeiðar af 0% grísku jógúrti, 1 skeið af mjólk, 2 jarðaber og 1 bolli af frosnum skógarberjum. Ji minn eini! Eins og að fá berjasjeik í morgunmat! Hver væri ekki ánægður með það. Og það besta er að um helgina er ég að hugsa um að skipta jógúrtinu út fyrir eplasafa og mjólkinni fyrir gott dash af vodka! Að hugsa með sér; úti í garði, flatmagandi í sólstól með vodka-smoothie. Það er ekki margt sem verður betra en það. Það eina sem ég get hugsað mér að bætti þetta væri ef mér tækist að eignast gas-grill. Ég er búin að vera að skimast um eftir einu slíku og fann loksins eitt sem mér leist svaka vel á. Ég kannaði framboð á netinu og vefsíðan bauð upp á að skoða hvort Wrexham útibúið seldi ákkúrat þetta grill. Jú, þeir áttu til tvö og við rukum því af stað til að ná í eitt. Þegar í búðina var komið sá ég grillið hvergi og spurði eftir því en var þá sagt að þetta grill væri ekki til lengur. Þvílík vonbrigði! Og ég með kjúklingabita tilbúna þrædda upp á tein heima! Við fórum því í hverja einustu verslun í Wrexham en hvergi var til grill sem mér fannst jafn flott og þetta á sama verði. Ég fór því heim í fýlu og bara jafnaði mig varla. Hvað um það, nú þarf ég að finna grill tilbúið fyrir næstu helgi svo ég geti skellt lettu á um leið og ég sötra á vodka-smoothienum mínum. Góðar stundir.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Mikið áttu gott. Við Katrín ætluðum á róló í dag en það er svo vont veður að við sitjum inni. Erum enn að jafna okkur eftir að hafa labbað heim úr sundi á föstudaginn þar sem ég átti í mestu vandræðum með að halda vagninum og KS niðri í mestu vindinum.... Katrín var hálfsmeyk og sagði nokkrum sinnum að það væri josa jok í Þolló.....