fimmtudagur, 18. júní 2009

Ég fór "back to basics" þessa vikuna, þ.e. byrjaði aftur að vigta, telja, skrifa niður og gerði vikuáætlun í mataræði. Maður skólast í þessu og smá saman fer að standa meira á eigin fótum en það er alltaf gott að byrja upp á nýtt vegna þess að smá saman fara skammtar að stækka og fleiri vitleysur fá að laumast með. Ég var líka orðin smá nojuð vegna grillveislu og áfengisdrykkju og grillveislu og ógrynnis af súkkulaði rúsínum. Og sem betur fer hefur þessi taktík skilað árangri. 1.2 kg farin. Og allt í allt rúmir 2 steinar ef maður er Breti. Eða 30 pund ef maður er Ammríkani. Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari. Nema kannski þegar ég vinn Lottóið. Svo ánægð.

Er Sorbits tyggjó enn selt á Íslandi? Og ef svo er getur einhver keypt pakka af brúnum Sorbits og sent mér? Ég er alveg að drepast úr Sorbits löngun. Eða er til salt lakkrís Extra? Það myndi líka duga. Já, takk!

1 ummæli:

Harpa sagði...

Ég skal gá að Sorbits. Spurning hvort það sé til í sjoppunni á Rauðarárstígnum. Skilst að það finnist ýmislegt. Annars athuga ég extrað. Það er þá amk varla útrunnið......