föstudagur, 12. júní 2009

Enn er ég í dagsfríi. Nú er árviss viðgerð á tölvukerfi hennar hátignar í gangi og við starfsfólk hennar fáum bara að vera heima. Dave fékk líka frí og við erum á leiðinni út í hádegismat. Ágætt að nota tímann á meðan Láki er í skólanum. Við ætlum bara að fara á The Moreton sem er sveitakrá hérna í næsta þorpi. Við getum setið úti, nú þegar Mamma og Pabbi eru farin heim er auðvitað aftur komin sól og blíða. Það er eitthvað voða skemmtilegt við að vera í fríi á föstudegi, mér líður bara eins og það sé frítt spil núna.

Kelly og Craig komu heim frá Frakklandi í gær og Kelly hringdi í morgun til að bjóða okkur yfir á laugardaginn. Ég ætla að fara með humarinn sem Rúnar gaf mér og leyfa þeim að smakka. Mikið er nú gaman að geta deilt svona dásamlegum mat með vinum sínum. Ég er voðalega glöð að hafa kynnst Kelly, hún er svo kröftug í að gera hitt og þetta og við erum núna alltaf á spani. Við Dave erum nefnilega allt of löt og heimakær. Alltaf að tala um að gera hitt og þetta en látum svo lítið verða af. Þannig að það er frábært að hafa svona skipuleggjara í hópnum. Kelly og Craig eru líka æst í að koma með á Laugaveginn næsta sumar. Það verður gaman að sýna þeim fallega landið mitt.

Jæja, best að fara að hengja upp blómakörfuna áður en við förum.

Engin ummæli: