mánudagur, 19. október 2009



Ævintýri í grænu halda áfram þessa vikuna og eru nú hvorki græn né ævintýraleg. Eða svona þannig. Fyrir mér eru rauðbeður nefnilega ansi ævintýralegt matarval. Hingað til aðeins þekktar sem aðaluppistaðan í því sem ég og bróðir minn nefndum "bleika ógeðið" og því svona frekar ólíklegt að ég fari eitthvað að taka það svona upp hjá sjálfri mér að kaupa og borða þær. Engu að síður þá sá ég þessar fersklegu beður í Co-opinu í gær og hugsaði með mér að það væri nú ansi ævintýralegt ef ég prófaði að setja eins og eina slíka í salatið mitt. Þannig að ég keypti eitt búnt og skar svo niður í salatið sem ég ætla að borða í hádegismat. Mér fannst afskaplega góð lykt af þeim og svo kom svo ofboðslega skemmtileg litasamsetning í salatið mitt. Ég prófaði einn bita og get núna varla beðið eftir að borða salatið. Mikið sem rauðbeður eru góðar! Ég bara hafði ekki hugmynd! Svona er gaman að eldast og þroskast, og ævintýri í grænu eru að reynast vera svona líka frábær hugmynd. Og sannast að það eru svo aldeilis ævintýri í hversdagslegu hlutunum.

1 ummæli:

Asta sagði...

Svo eru þær líka svo roooooooooooooooosalega góðar fyrir blóðrásina. Ég elska rauðbeður - frábærar í súpu með Salvíu... check it :) hey... og prófaðu að skera þvert á þær eina sneið, bera hana upp að glugga og sjá mynstrið, það er oft spírallaga eða svona eins og árhringir, ógó flott ;) mússí til þín, þroskaða mær :*