fimmtudagur, 3. desember 2009

Í morgun stóð vigtin á sléttum hundrað kílóum. Ég íhugaði um stund að klippa af mér hárið til að komast undir hundrað en hætti svo við, fannst eins og það væri kannski áráttuhegðun. Smá. Ég léttist því um 900 grömm þessa vikuna og er núna komin á sama stað og þegar ég lagði af stað til Íslands. Finnst reyndar að þetta sé meira alvöru, ég hafði nefnilega tekið svona "biggest loser" viku áður en ég fór heim. Borðaði minna en það sem ég æfði. Sem er ekki rétt og gott og ekki hægt að halda út enda sannaðist að maður bara étur það á sig aftur. En núna er þetta allt alveg alvöru. 25 kíló farin. 20% upprunalegrar líkamsþyngdar farin og 49.02% búið af áætluninni. Ég er bara dálítið stolt ef ég má segja satt frá.

5 ummæli:

Guðrún sagði...

Hugsaðu þér hvað það er spennandi núna að horfa á töluna eftir viku. Úr þriggja stafa tölu í tveggja! Það er ekkert smá, sko!

Harpa sagði...

já, þú mátt sko vera stolt. Og montin líka!!!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Til hamingju með þennan frábæra árangur mín kæra!

Asta sagði...

vá, pældu í því - 50% af því sem þú ætlar er farið! Í Alvöru, Baba... þetta er geðveikt :) TIL HAMINGJU -

Asta sagði...

ps. Þú manst hvað hún Anja amma sagði? Það er einmitt málið.... þú ert t...ngur ;)