miðvikudagur, 13. janúar 2010



Nú verður lífið vart betra. Glee er komið til sýninga á E4 og ég hef fundið minn heilaga kaleik hvað sjónvarpsefni varðar. Allt til staðar; Ammrískur "high school", dans og söngur, klappstýrur, fótboltakappar og nördar, keppni þar sem liðið mitt er undirmálsfiskurinn, ástir og hatur, ýktir karakterar og frábær húmor. Ég hef ekki verið svona hamingjusöm síðan 1990 og Beverly Hills 90120 var í imbanum. Ég að sjálfsögðu er ein um að horfa á þetta á þessu heimili, þeir hinir eru of hámenningarlegir til að taka þátt í þessu en ég er með í maganum af spenningi til að sjá hvað gerist næst. Þrátt fyrir að vera nokkuð viss um að vera ekki hluti af markhópnum er mér alveg sama, sit og brosi allan hringinn í þann klukkutíma sem þátturinn er á. Og svo er Dancing on Ice líka byrjað aftur. Enginn svaka frægur í ár, nema kannski Heather Mills sem var gift Paul McCartney. Hún er einfætt sú og á eftir að vera spennandi að fylgjast með hvernig henni gengur að skauta. Verst hvað hún er ógeðfelld manneskja. Og þeir eru ekkert að spara brandarana um hana hérna Bretarnir. Enda framdi hún ofurglæp þegar hún skildi við Paul hinn heilaga. Það er gott að hafa svona skemmtiefni í kassanum þessa dagana, það er ekki eins og maður geti gert mikið í þessu óveðri sem ræður hér ríkjum.

1 ummæli:

Harpa sagði...

Ég held að fólk á Íslandi geri sér ekki grein fyrir hvað þú ert heppin að vera með þetta eðalsjónvarpsefni. Glee er líka sýnt hérna á Stöð 2. Hef séð nokkra þætti. Málið er bara að krakkarnir og Mr. Shue eru bara nokkuð góðir söngvarar og taka líka oft skemmtileg lög. Mikið vildi ég að einhver myndi sýna Dancing on Ice líka....