miðvikudagur, 3. mars 2010



Ég er alveg gífurlega skipulögð. Og ég efast ekki um að "strategy and planning" sé mitt skæðasta vopn í stríðinu við spikið. Þetta er heilmikil vinna en verður alltaf auðveldara og auðveldara eftir því sem maður venst því hvernig er best að gera skipulagið auðveldara. Ég geri vikumatseðil á hverjum mánudegi. Ég svindilbraska aðeins og geri hann í vinnunni. Það breytist smávegis svona yfir vikuna en að mestu leyti fylgi ég planinu. Enda kaupi ég í matinn samkvæmt matseðlinum. Engin vitleysa kemst í skápana hjá mér! Ég minni sjálfa mig á hvað ég þarf að gera til að láta þetta virka og svo reyni ég líka að plana sunnudaginn minn. Ef ég er búin að skrifa niður vitleysuna þá held ég mig oftast bara við þá vitleysu og læt duga. Ef ég er ekki búin að ákveða hver vitleysan verður þá kemur fyrir að hún fer bara út í einhverja vitleysu! Ég er hætt að þurfa að segja mér skammtastærðir, ég veit hvað ég má setja mikið á diskinn. En ég vigta allt ennþá. Og margt af þessu er eitthvað sem ég kalla bara mínum nöfnum eins og Fiskikaboob (fiski-ka-búbb) sem er fiskur og grænmeti á teini. En svona er þetta, vikan á svörtu og hvítu.

Engin ummæli: