fimmtudagur, 6. maí 2010

Hér er gengið til kosninga í dag, og ég fæ bara að taka þátt í gegnum eiginmanninn. Sem betur fer ákvað hann að þar eð að ég borga mína skatta þá deildi hann atkvæðinu sínu með mér. Við ræddum þetta fram og tilbaka og því miður urðum við bæði að játa að við höfum bæði tapað af alvöru málsins enda er hér lítill fréttaflutningur af því sem skiptir máli en öll umræða tapast í róg og baknag. En þegar við fórum svo að skoða málið þá komumst við að því að við ættum helst að gefa Liberal Democrats okkar atkvæði. Gordon Brown er jú ábyrgur fyrir því að ég er núna í illa borgaðri vinnu og ekki getum við kosið þennan uppskafning Cameron. Enda ætlar hann að auka skattana á okkur litla fólkið. Ekki viljum við að ríkir verði ríkari! Dave tók smá út fyrir að setja x-ið sitt á annað en verkamannaflokkinn, hér kýs maður eftir sínu stéttarskipulagi, en við urðum sammála um að það væri tími til kominn á breytingar. Það verður spennandi að fylgjast með hvað gerist en ég verð líka að játa að það er ósköp lítil stemning einhvern vegin á miðað við hvernig þetta er heima. Eins og eiginlega öllum sé alveg sama. Það er allavega ekki hægt að rölta með glas í hendi á milli kosningaskrifstofa hér. Ég fylgist með kosningavöku á Channel 4 eins lengi og ég nenni og skipti svo aðeins yfir á BBC til að fá meiri alvöru upplýsingar. Áfram Clegg!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Úrslit kosninganna alveg í stíl við áhuga almennings á þeim. Óafgerandi og allir tapa... skrýtið!

raitet