þriðjudagur, 18. maí 2010

Sunnudagurinn 17.janúar var merkisdagur í lífi mínu (en hvað það er sniðugt að halda svona dagbók til að geta flett þessu upp) en þá reimdi ég á mig asics skóna, festi á mig i-podinn og hljóp út í fyrsta skiptið. Ég byrjaði á því að fylgja C25k prógramminu en gafst upp á því í viku 5 en hélt alltaf áfram að hlaupa bara svona eins og mér hentaði. Ég er þessvegna afskaplega stolt að tilkynna að í dag, nánast ákkúrat 4 mánuðum síðar, tókst mér að hlaupa 5 kílómetra. Á bretti, ókei sem er kannski auðveldara en að hlaupa úti en mér til varnar er ég með það stillt á 2% halla. Og það tók mig 39 mínútur að komast þessa 5 kílómetra sem þykir kannski klént en by God I did it! Ég geri þetta aftur á fimmtudaginn og ætti þá að vera tilbúin í að taka þátt í Race for Life á sunnudag. Húrra! Húrra! Húrraaaaa!! Og svo vinna í því að ná mínútunum niður í 30. Það er víst alltaf hægt að betrumbæta eitthvað.

5 ummæli:

fangor sagði...

þú ert frábær!

Guðrún sagði...

Hver er stoltastur, nema mamma!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan áfanga. Þú ert sífellt að sigra, annað verður nú ekki sagt :-)
Knús, Lína

Hanna sagði...

Mikið ertu nú dugleg!! Og.. mér finnst nú að þú eigir að hætta þessu "en" í færslunni. Það sem þú ert að gera er FRÁBÆRT og verður seint tekið af þér, hvort sem að ferðinni lýkur (þ.e. takmarki náð) á morgun eða eftir mánuði. Það var eitt sinn erkiengill sem spurði mig hvort ég ætlaði að njóta siglingarinnar eða bara skoða þá höfn sem ég legði að í næsta sinnið.

Knús í hús
H

Elsa sagði...

Les oft pistlana þína. Er á svipuðum stað og þú í hinum breytta lífsstíl og gaman að sjá hvað þér gengur vel. Til hamingju!
Elsa