miðvikudagur, 16. júní 2010

Ekki vissi ég að það væru til milljón mismundandi tegundir af eplum. Eftir því sem ég vissi best þá voru til rauð epli og græn epli. En kemur svo bara ekki í ljós að það er endalaust val. Ég hélt alltaf að maður væri bara heppinn ef maður hitti á brakandi, safaríkt eintak og óheppinn ef bitið væri í lint og mjölmikinn óskapnað. En nei, nei það eru til granny smith og delicious red og bramley og chisel jersey og fern pippin og það besta í öllum heiminum; Pink Lady. Þau eru að sjálfsögðu þau dýrustu en ég smakkaði eitt óvart og nú er ekki aftur snúið. Pink Lady það er fyrir mig. Það er svo komið að þessi epli eru eiginlega uppáhalds ávöxturinn minn. Eftir öll ævintýrin í grænu og ég enda á gamla góða eplinu. Hitt sem ég er svo afskaplega svekkt yfir er að ég er bara alls ekki hrifin af sætum kartöflum. Þær eru svo hollar og góðar og ættu að vera eitthvað sem er fastur liður á matseðlinum og ég hef reynt allt, bakað, steikt, grillað, maukað, í súpu, í kássu, hvað sem er en, það er eitthvað sem ég gúddera ekki við bragðið og áferðina. Mjög leiðinlegt en svona er þetta bara. Það er bara ekki hægt að elska allt.

4 ummæli:

Guðrún sagði...

Pabbi þinn var einmitt að segja mér að það mætti með góðum árangri rækta epli á Íslandi. Hann langar svo að prófa það.Þú ættir kannski að senda honum pink lady steina!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Flott nýja útlitið á blogginu þínu Svava Rán. Nú er ég æst í að leita að nýju útliti fyrir mitt blogg - og hver veit nema ég myndi skrifa færslu oftar en einu sinni á ári.

Nafnlaus sagði...

Royal Gala eplin eru algjört sælgæti :)

magtot sagði...

Mér finnst hálfgert táfýlubragð af sætum kartöflum...