miðvikudagur, 2. júní 2010

Mér datt í hug í morgun að ég er lukkunnar pamfíll. Lukkan er yfir mér. Það er fullt af fólki út um allan heim sem á sér draum, draum sem er ólíklegt að nokkurn tíman rætist. Eins og til dæmis allt þetta fólk sem þráir ekkert nema að verða frægt. Og reynir alla ævi en samt endar það bara sem kennarar eða útvarpsmenn eða sjómenn eða leigubílstjórar eða þjónar. Eða fólk sem dreymir um að komast til tunglsins. Það eru nú ekki margir sem geta látið þann draum rætast. En minn draumur er algerlega undir mér kominn. Hann hefur ekkert með heppni, eða annað fólk eða að vera réttur maður á réttum stað að gera. Það er ekkert í mínum draumi sem er undir örlögum komið. Það eina sem ég þarf að gera til að láta minn draum rætast er að borða rétt og hreyfa mig. Er ég ekki bara svo heppin alltaf hreint?

Já, já, enough of the mumbo jumbo. Hvað er planið? Júmm ég er þessa dagana að þjálfa hugann. Ég er að reyna að skapa ákveðna fjarlægð frá mat. Ég er að gera allskonar æfingar sem sýna mér og kenna að matur er bara matur, bara eitthvað til að veita líkamanum orku. Matur skiptir ekki svo miklu máli og er ekki það sem lífið snýst um. Ég er að prófa mig áfram með þetta og so far, so good. Mest megnis er ég bara að borða svona frekar leiðinlegan mat. Ekkert sem æsir mig upp, en nógu mikið til að ég sé ekki svöng og vonsvikin. Og svo geri ég æfingar sem neyða mig til að hugsa ekki um mat. Smá erfitt það. En batnandi manneskju er best að lifa og svona er þetta núna; ég er batnandi. Það væri ósköp gaman ef ég gæti bara gert þetta án allra þessara æfinga, ef ég gæti hætt að þurfa að pæla svona mikið í þessu öllu saman. Stundum hugsa ég með mér að ef ég hætti bara að pæla og fer að gera þá væri þetta kannski bara auðveldara. En svo man ég að það var það sem ég gerði þangað til ég varð næstum 130 kíló og umfaðma bara allar æfingarnar. Réttstaða, lyfta!

1 ummæli:

Guðrún sagði...

Hugsa með sér hvað þetta er allt auðvelt, bara að hreyfa sig og borða rétt. Hugsa með sér!!!
Lukkan yfir þér að fatta þetta.
Þú ert alltaf jafn frábær, ástin mín!!
Alltaf jafn frábær. Stend alltaf með öllum þinum ákvörðunum. Þær virðast alltaf vera þær skynsömustu.