fimmtudagur, 14. október 2010

Einn af mínum "go to" réttum er Parmesan kjúlli. Það eru til milljón mismunandi útgáfur en mér finnst best að fiðrilda kjúklingabringu (skera opna þannig að hún verður þunn og helmingi stærri) og dýfa svo í egg sem hefur verið hrært með slettu af balsamic sýrópi. Dýfa svo í blöndu af parmesan og brauðmylsnu. Ég rista vanalega vel eina sneið af grófu kornabrauði og ríf svo niður með rifjárni til að búa til brauðmylsnuna. Krydda smá með oregano, salti og pipar, legg nokkrar tómatsneiðar ofan á og set svo í eldfast mót inn í ofn í 40 mínútur. Set spínat hrúgu á diskinn minn og legg kjúllann ofan á. Set svo slettu af léttum hvítlauksrjómaosti með svona ef manni finnst þurfa eitthvað blautt með. Og er þar með komin með kjúkling á spínatbeði. Það er svakalega fínt að fá mat á spínatbeði. Einfalt, fljótlegt og hrikalega ljúffengt.

Kvenleg, ekki satt?
 Og svona líka fjórum sinnum betri eftir dag sem byrjar á svona líka gríðarlegum átökum við járnin. Dagur tvö í fasa tvö í lyftingarprógramminu og ég fékk að gera dásamlegar æfingar eins og wide-grip deadlift from box, dumbbell prone Cuban snatch og lateral flexion. Mér var reyndar aðeins um þegar ég beygði mig niður í Bulgarian split squat enda er örlítill hluti heilabúsins sem hefur áhyggjur af ókvenlegheitum þegar kemur að því sem ég geri í ræktinni. Sko, hinar stelpurnar gera ekkert nema lafa á þverþjálfanum allan tímann. Flestar svitna þær ekki einu sinni. Svo er það ég. Í ógissslega ljótum leggings, með leðurgrifflu og svitadropana lekandi niður eftir nefbroddinum, rymjandi og stynjandi með þung lóð allt í kringum mig. Er ekki of langt gengið að breytast í Búlgverska sterakellingu í ofanálag?

3 ummæli:

Björn Friðgeir sagði...

Nei, hann Heinrich 'Dora' Ratjen var ekkert sérlega kvenlegur.
http://en.wikipedia.org/wiki/Dora_Ratjen

Nafnlaus sagði...

Ég væri meira en til í að vera í mat hjá þér á hverjum degi :) mikið vildi ég að mér þætti svona gaman að elda.

Hanna sagði...

Hverjum er ekki sama hvernig maður lítur út í ræktinni í smátíma, þegar maður er gordjöz restina af deginum :-)

Vona að það sé komið haustfrí hjá ykkur líka og að þið njótið samverunnar, það stefnum við á að gera.

Knús
H