laugardagur, 20. nóvember 2010

Pizza eða hvað?
Á einhverju netvafri mínu rakst ég á þessa uppskrift en bara hreinlega trúði þessu ekki. Blómkál sem botn á pizzu? Nei, hættu nú alveg og allt það. En svo á einhverju "Low-carb" vefsíðuflakki sá ég þetta aftur og aftur. Blómkál í staðinn fyrir pasta, í staðinn fyrir hrísgrjón, í staðinn fyrir pizzubotn. Og ég ákvað að þetta væri þess virði að prófa. Beið eftir góðri stund eins og laugardagskvöldi þegar mamma og pabbi eru hjá mér. Bjó til eina venjulega svona ef blómkálið færi alveg út um þúfur. En mamma mía! Ég hef bara sjaldan smakkað neitt jafn gott. Ég þarf núna að fara í alvöru tilraunastarfsemi með kryddtegundir, með fitusnauðan ost, með parmesan, með blómkáls bolognese og ýmislegt fleira áhugavert. Ég hef sérlegan áhuga á að búa til blómkálshvítlauksfingur til að dýfa í tómatmauk. Allavega, ef mér tekst að snúa fituinnihaldinu aðeins mér í hag þá kemur þessi sko aftur. Og aftur og aftur og aftur. Og aftur.
Smá update: Nú eru liðnir tæpir fjórir tímar frá því að ég borðaði gripinn og er búin að prumpa nánast stanslaust síðan. Ekki dömulegt, ó sei, sei nei. Þess virði? Jebb.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

It's because we invest too much time in sedentary, sloppy positions, accomplishing extremely minor motion and letting our muscle groups come to be lax and under-used. We see pictures in our mind whenever we describe an event, explain to another person tips on how to get to a sure street, or write a story.

Also visit my site; health benefits of inversion tables ()