föstudagur, 7. janúar 2011


Súper trooper!
Það var fyrir alls ekki svo löngu síðan að ég stóð grenjandi af hamingju í mátunarklefa í Next þar sem ég hafði tekið niður af rekka, farið í og rennt upp gallabuxum í stærð 18 sem á var letrað "skinny". Ég eignaðist þar með skinny jeans. Að mínu mati álíka mikill árangur og Tunglgangan. Orðið skinny varð upp frá því eitt af því sem hélt mér við efnið. Í hvert sinn sem ég fór í buxurnar og sá orðið saumað í strenginn í rauðum tvinna hríslaðist um mig hamingjuhrollur. Það er samt með það eins og annað að eftir því sem sentimetrarnir hafa horfið þá hafa buxurnar hætt að vera svo mikið skinny og eru eiginlega meira svona baggy. Með rassinn hangandi um hné. Á þriðjudaginn var síðasti frídagurinn minn eftir jól og áramót. Við Láki ákváðum þvi að fara á rölt um Wrexham og kíkja jafnvel í eina búð og fá okkur svo skinny latte á Starbucks. Ekki veit ég hvað kom til að ég fór inn í Next, þar er búin að vera útsala í nokkra daga og ekki sjéns að finna neitt þar lengur, fyrir utan að ég er ekkert hrifin af útsölum. Ég vil bara fá nýtt og fínt, ekkert last season kjafæði. Hvað sem því líður sá ég í rekka svartar gallabuxur, sérlega lekkerar og á þær var saumað í strenginn í rauðum stöfum; super skinny. SUPER skinny. Ég tók í þær og efnið var mjúkt, þykkt og fallegt og þegar ég sá að þær voru númer 16 sló hjartað aðeins hraðar. Gæti það verið? Hvað með allt ógeðið sem ég er búin að borða um jólin? Það getur ekki verið að ég passi í þær. Lyfti þeim upp og ætlaði að setja aftur tilbaka því þær voru svo greinilega pínkulitlar. Datt svo í hug að ég gæti notað þær sem hvatningarbuxur. Fór með þær inn i mátunarklefa til að sjá hvað mikið vantaði upp á að ég gæti hneppt og viti menn! Þær passa! Super skinny. Það er ég! Ef einhvern vantar hvatningu eða innspírasjón þá mæli ég með að skoða þessa mynd og bera saman við 125 kíló myndina. Er það ekki öll hvatningin sem þarf? Og ég er ekki einu sinni neitt sérlega flink í þessu lífstílsbreytingum öllum. Hugsa sér ef ég væri flínk við þetta, ég væri þá superdúper skinny! Það held ég nú.

7 ummæli:

Guðrún sagði...

Vááá´....hva mín er súper, dúper flott!!!!

Erla Guðrún sagði...

Þegar dagarnir "það skiptir engu þó að ég fái mér 2 lindu buff, heitt súkkulaði, pizzu, franskar, kók í hádegismat" koma þá er ég byrjuð að byrja daginn frekar á að koma hingað og lesa.

Dugar oft (því miður ekki alltaf) og í stað þess að stinga mér í kaf nammidagsmatinn þá bíð ég frekar eftir nammideginum.

Bloggið þitt er frábært og þú lítur vel út á myndinni.

Nafnlaus sagði...

Er í smá paniki hér á heimasíðunni!
Finn ekki uppskriftina af þessum girnilegu haframúffum :s

Bloggið þitt er frábært og þú ert stórglæsileg!

Nafnlaus sagði...

Glæsileg í nýju buxunum :o)
Kv. Ingibjörg (sem er mikill aðdáðandi síðunnar þinnar)

Nafnlaus sagði...

Glæsileg í nýju buxunum :o)
Kv. Ingibjörg (sem er mikill aðdáðandi síðunnar þinnar)

murta sagði...

Takk fyrir þetta, ég er svo ánægð að heyra að ég sé að deila ástinni:)

Já, ég er svo lítill tæknisnillingur, ég kann ekki að setja svona flokka á það sem ég skrifa. En uppskriftin af múffunum er (nokkurnvegin) svona:
1 stór vel þroskaður banani
150 g fitulaus náttúruleg jógurt
1 egg
1 tsk vanilludropar
allt maukað saman í spað.
200 g grófir hafrar
væn lúka af rúsínum eða hökkuðum döðlum
1 tsk lyftiduft
2 tsk kanill (ef þér finnst hann góður)

blandað varlega saman bara svo hafrarnir blandist aðeins við og svo sett í 8 sílíkón muffins form.
Ég helli svo dropa af sykurlausu karamellu sýrópi yfir til að gera svona djúsí, stökkt yfirborð.
Baka svo í svona 25 mínútur eða þangaði til gullbrúnt í 180 blástursofni.

Svo bara setja það sem manni dettur í hug sjálfum. Eplabitar, eða cacao nibs, eða fræ korn, möndluflögur. The possibilities are endless! ;)

Nafnlaus sagði...

VÁ stunning!! áfram þú!!

kv. Guðrún (stór aðdáandi :) )