sunnudagur, 13. febrúar 2011

Myndin sem fylgir er óskyld fréttinni.
Og hvað sem innri og ytri markmiðum líður þá gat ég ekki að því gert að að taka nokkur nett dansspor þar sem ég stóð kviknakin á vigtinni í gærmorgun. Ekki það að þetta skipti neinu máli í stóra samhenginu og ég veit að þetta eru bara tölustafir og jaddíjaddíjadda en ég komst inn í "onederland" í gær. Það er að segja að þegar vigtin sýnir töluna 90.7 kg þá hoppar hún líka úr 200 niður í 199.97 lbs. Sem þýðir að væri ég ammríkani þá myndi ég fagna af sama kappi og þegar Evrópubúi fer úr þriggja stafa tölu í tveggja. Ammríkanarnir sem ég les af kappi hafa kosið að nefna þennan áfanga að ná í onederland (wonderland) og ég get ekki annað gert en fagnað að hafa komist þangað inn. Ég er í undralandi.

4 ummæli:

Guðrún sagði...

Mannstu hvenær 95 kílóa myndin var tekin af þér?

murta sagði...

3. mars 2010.

Hanna sagði...

Milljónfalt til hamingju sæta :-) Ég fagna með þér!

Knús
Hanna

Erla Guðrún sagði...

Til hamingju með árangurinn