laugardagur, 26. mars 2011

Enn sigli ég um áður ósigld höf. 87.8 kíló í morgun sem er tala sem ég þurfti að stara á í smástund áður en ég fattaði að ég er enn á hraðbyru stími í rétta átt. Ég hef núna lokið 73% verkefnisins. Ef þetta væri masters ritgerðin mín þá væri ég að lagfæra setningar og setja saman lokaorð. 73% af því sem ég lagði upp með er búið. Ég skoðaði líka í morgun BMI (body mass index) stuðulinn minn. Og komst að því að ef ég léttist um tvö kíló í viðbót þá færist ég úr "obese" (eigum við að þýða það sem akfeit? eða spikfeit? hvað ætli að læknamál segi á íslensku?) niður í "overweight". Yfirþyngd. Ég get lifað með því. Og það má segja sem maður vill um BMI, en að mínu mati þá er hann ágætis viðmið fyrir flest venjulegt fólk. Mér datt líka annað í hug út frá því. Þegar við keyptum húsið okkar þá tókum við bæði út liftryggingu. Við erum svo skynsöm (!!) Og ég þurfti þá að leita eftir sérstakri líftryggingu fyrir fólk eins og mig þvi flest venjuleg fyrirtæki neituðu að líftryggja mig eða þá að mánaðargjaldið var svo hrikalegt að ég hafði ekki efni á þvi. Svona eftir á að hyggja hefði ég kannski ekki átt að verða reið og móðguð en frekar átt að gera eitthvað í mínum málum. En ég fann að lokum tryggingu sem tók til greina þá fullvissu að ég myndi drepast úr spiki fyrir fertugt og rukkaði mig ekki svaðalega fyrir. En nú þegar ég fer að nálgast það að vera bara overweight ætti ég að fá hjúkkuna sem kom hingað og vigtaði mig og mældi til að koma hingað aftur og votta að ég er venjuleg núna. Og fá mánaðargjaldið lækkað. Áþreifanleg sönnun fyrir breytingunni.

Skoskar hafrakexkökur
Ég dúllaði mér við að fagna 73% í morgun og bjó til hafrakex. Alltaf þegar ég les aftan á Nairns kexpakkann minn undra ég mig yfir einfaldleikanum og ég ákvað svo í morgun að ég ætti að prófa að búa til mínar eigin fyrst uppskriftin er svona einföld. Fann uppskrift á BBC og þetta var ekkert mál, tók hálftíma frá upphafi til enda og ég á núna 12 heimatilbúnar hafrakexkökur, hvort heldur sem er í morgunmat eða millisnarl. Og betri en Nairns. Hafrakex er svo æðislegt af þvi að það má setja hvort heldur sem er sætt eða savoury á það. Ost eða sultu, eða það sem mér finnst allra best, gróft hnetusmjör og sykurlausa jarðaberjasultu. Peanutbutter and Jelly. Verður ekki betra. Uppskriftin er á uppskriftasíðunni. Og af því að ég var í svona finu skapi bakaði ég líka eitt rúsínufyllt epli og bauð með kexinu og gríska jógúrtinu ásamt eggjahræru. Fullkomið. Vill einhver koma í morgunmat?

4 ummæli:

Hulda sagði...

Geggjað :D. GO svava :D

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég vil koma í morgunmat.

ragganagli sagði...

Þú ert svo dugleg Svava!! Það fær boltann oft til að rúlla hraðar að sleppa einu sukki og það styrkir mann heldur betur á beinu brautinni.
Skilaði nýja planið frá mér sér ekki örugglega í hús?

murta sagði...

Móttekið ;)