laugardagur, 23. apríl 2011

Ekkert að fétta af vesturvígvelli, allt með kyrrum kjörum. Dettur helst í hug að ég hef reynt að bæta sykurleysið að hluta til upp með örlítilli aukningu á fituneyslu. En mestmegnis virkar þetta bara svona hjá mér, ég held mig bara við mitt 360 g á viku meðaltal. Það er ekki spennandi, það er ekki neitt til að taka andköf yfir en það bloody well works. Jæja, Wrexham bíður í ofvæni, Dave og Láki þurfa gönguskó til að nota á Íslandi og ég þarf að komast til Hugh Jones and Sons, slátrara og grínista til að ná í páskalambið. Að vera slátrari og grínisti í einu getur stundum verið blóðugt.

Engin ummæli: