miðvikudagur, 1. júní 2011

Ég ætla í alvörunni núna að leggjast niður og gefast upp. Hvað hef ég eiginlega gert á hlut hinna kosmísku afla til að eiga það skilið að vera einhverskonar líkamsræktarstöðvarsvarthol? Þegar ég mæti í nota bene nýju ræktina mína í gær var mér tilkynnt að frá og með 30. júní væri hún ei lengur. Lokað. Öllum sagt upp. Búið. Basta. Takk hatt þinn og staf og gakk. Rækt þessa fann ég eftir langa leit, margar tilraunir til að prófa samgöngur og mikið upphaflegt fjárútlát sem ég átti allsekki fyrir. Stöðin þessi er í alvörunni eina líkamsræktarstöðin sem ég kemst í vegna tíma og fjarlægðar. Það er allt fullreynt núna. Fyrst loka þeir vinnustaðarræktinni og núna þessari! Hvers á ég eiginlega að gjalda? Kosmíkin vill að ég sé feit. Hvur andskotinn!

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Skilaboð frá gamla þínum. "Opnaðu bara þina eigin líkamsræktarstöð". Kem og get séð um þrifin.

ragganagli sagði...

Já frálæn Svava... þú rétt ræður að leyfa kosmósinu að buga þig. Ekki meðan þú ert undir dynjandi svipuhöggum Naglans. Það eru ekki til vandamál, aðeins verkefni sem krefjast lausna. Við finnum hana í sameiningu :)