fimmtudagur, 16. júní 2011

Hitt og þetta sem ég hef lært. (Things that I have learnt)

  • Vatn er góður drykkur. En ef maður setur klaka í glasið verður það ennþá betra.
  • Ég trúi engu fyrr en ég hef prófað það á eigin líkama.
  • Morgunmaturinn sem ég vel ræður hvernig restin af deginum verður.
  • Því meira grænmeti sem ég borða því hamingjusamari er ég.
  • Þegar ég segi, "ég má ekki borða..." þá geri ég uppreisn. En þegar ég segi; "ég kýs að borða ekki..." þá er mér alveg sama um að sleppa draslinu.
  • Þegar ég stika um og ríf í eldhússkápa er gott að sleikja teskeið af náttúrulegu hnetusmjöri. Það stoppar geðveikina.
  • Hreyfing veitir mér gleði sem ég fæ hvergi annarstaðar.
  • Mikilvægasta tækið í eldhúsinu er litla vigtin mín. 100 g eru miiiiiiiklu minna magn en maður heldur.
  • Excel skjalið mitt þar sem ég skrái hvað ég er þung . Ég elska excel.
  • Internetið bjargar öllu. Hér er allt að finna sem þarf. Uppskriftir, samfélag, ráð, sálusorg. Internetið er greinilega komið til að vera.
  • Skipulag er lífsnauðsyn. Því betra plan, því betri árangur.
  • Sjálfhverfa. Ég hugsa alltaf um sjálfa mig fyrst.
  • Kaffi er æðislegt. Ég bý mér til svakalega fínt kaffi og það fullnægir matarþörf fullkomlega.
  • Númer eitt, tvö og þrjú er svo að vera í stuði. (Og halda hópinn)

3 ummæli:

Gurrý sagði...

Svava, hvaða morgunmatur virkar best hjá þér?

murta sagði...

Eggjahvítupönnukaka og hafragulrótarkökusneið. Eða jógúrt með bláberjum og haframjöli. Prótein og kolvetni.

Nafnlaus sagði...

Ég er að hugsa um að prenta þessa punkta út og hengja þá á ískápinn, spegilinn og út um allt! :) ..

Kv,
Svanhildur